Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 67

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, 13. nóvember, var haldinn 67. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 13.40. Fundinn sátu, Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Skúli Helgason, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óskar J. Sandholt og Sandra Dröfn Gylfadóttir sem ritaði fundargerð. Fundarritari: Sandra Dröfn Gylfadóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram að nýju drög að starfsáætlun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir árið 2018 sbr. 3. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 30. október. 2017.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram að nýju drög að tillögu um breytta skipan í hverfisráð sbr. 4. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 30. október 2017.

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að óska eftir umsögnum frá hverfisráðum Reykjarvíkur um tillöguna.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar sbr. 2. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 30. október 2017.

    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á stöðu mála í Hverfinu mínu.

     

    Unnur Margrét Arnardóttir og Bragi Bergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

     

Fundi slitið klukkan 15:15

Skúli Helgason