Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2017, mánudaginn 30. október, var haldinn 66. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tindstöðum, Höfðatorgi og hófst kl. 13.40. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Diljá Ámundadóttir, Eva Baldursdóttir, Skúli Helgason, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Örn Þórðarson, Lára Óskarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óskar J. Sandholt, Helga Björg Ragnarsdóttir og Sandra Dröfn Gylfadóttir. Fundarritari var Theódóra Sigurðardóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkefnum skóla- og frístundasviðs í lýðræðismálum.
Helgi Grímsson og Soffía Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 23. október 2017.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að starfsáætlun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir árið 2018, dags. 30. október 2017.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að tillögu um breytta skipan í hverfisráð, dags. 24. október 2017.
Kl. 15.47 víkur Eva Baldursdóttir sæti af fundinum.
Frestað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:51
Skúli Helgason