Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 64

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, mánudaginn 2. október, var haldinn 64. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnabúð og hófst klukkan 13:28. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Lára Óskarsdóttir, Björn Gíslason, Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Unnur Margrét Arnardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson og Sandra Dröfn Gylfadóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga að kjörstjórn vegna rafrænna kosninga í verkefninu Hverfið mitt 2017, dags. 25. september 2017.

    Samþykkt.

    Unnur Margrét Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf um endurskoðun reglna um rafrænar kosningar fyrir Hverfið mitt 2017, dags. 25. september 2017, ásamt fylgigögnum.

    Samþykkt.

     

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

     

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð vill horfa til þess að aldurstakmörk í Hverfinu mínu verði færð niður fyrir 16 ár í næstu umferð, árið 2018. Samráð um það upplegg verði haft við skólayfirvöld borgarinnar, SAMFOK og ungmennaráð. Einnig verði horft til þess að hægt verði að leggja fram hugmyndir að rekstrarverkefnum rétt eins og að nýframkvæmdum og viðhaldi.

     

    Unnur Margrét Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á leiðum til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum næsta vor, dags. 02. október 2017.

    Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 28. september 2017, ásamt fylgigögnum, þar sem samþykkt er að vísa tillögu um stofnun hverfissjóðs, dags. 26. september 2017, til stjórnkerfis- og lýðræðisráðs til frekari útfærslu.

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarritara er falið að eiga samráð við hverfisráðin um framhaldið áður en tillaga að úthlutarreglum er lögð fram.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:56

Skúli Helgason