Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2017, mánudaginn 18. september, var haldinn 63. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst klukkan 12:26. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Skúli Helgason, Lára Óskarsdóttir, Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson, Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Hugrún Ösp Reynisdóttir, Magnús Yngvi Jónsson, Auður Gréta Óskarsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óskar J. Sandholt og Sandra Dröfn Gylfadóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um gagnastefnu og fyrirkomulag gagnamála, dags. ágúst 2017.
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Hugrún Ösp Reynisdóttir, Magnús Yngvi Jónsson og Auður Gréta Óskarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á frístundastefnu í Reykjavík 2016-2025, dags. 28. júní 2017.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Skúli Helgason taka sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. september 2017, um kosningu sjö fulltrúa í stjórnkerfis- og lýðræðisráð og sjö til vara á fundi borgarstjórnar 5. september sl. Halldór Auðar Svansson var kosinn formaður ráðsins. Jafnframt var tilkynnt um áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.
Lagt til að Eva Einarsdóttir verði varaformaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju drög að verklagsreglum um samskipti umboðsmanns borgarbúa við stjórnkerfis- og lýðræðisráð.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarrita, dags. 13. september 2017, varðandi um norræna ráðstefnu Nordic Smart Cities, 24.-25. október 2017, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt að tilnefna Halldór Auðar Svansson og Eva Einarsdóttir.
Tilnefningu þriðja fulltrúans er frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram dagskrá ráðstefnu Good democratic Governance of Metropolitan areas, 17.-18. október 2017. Jafnframt er tilkynnt að Halldór Auðar Svansson fari fyrir hönd Reykjavíkurborgar á ráðstefnuna.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fyrirhugaðri heimsókn sendinefndar frá sveitastjórnarráðuneyti Lettlands til stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
Fundi slitið klukkan 15:23
Skúli Helgason