Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 63

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, mánudaginn 18. september, var haldinn 63. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst klukkan 12:26. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Skúli Helgason, Lára Óskarsdóttir, Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson, Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Hugrún Ösp Reynisdóttir, Magnús Yngvi Jónsson, Auður Gréta Óskarsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óskar J. Sandholt og Sandra Dröfn Gylfadóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um gagnastefnu og fyrirkomulag gagnamála, dags. ágúst 2017.

    Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Hugrún Ösp Reynisdóttir, Magnús Yngvi Jónsson og Auður Gréta Óskarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á frístundastefnu í Reykjavík 2016-2025, dags. 28. júní 2017.

    Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Skúli Helgason taka sæti undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. september 2017, um kosningu sjö fulltrúa í stjórnkerfis- og lýðræðisráð og sjö til vara á fundi borgarstjórnar 5. september sl. Halldór Auðar Svansson var kosinn formaður ráðsins. Jafnframt var tilkynnt um áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

    Lagt til að Eva Einarsdóttir verði varaformaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram að nýju drög að verklagsreglum um samskipti umboðsmanns borgarbúa við stjórnkerfis- og lýðræðisráð.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf borgarrita, dags. 13. september 2017, varðandi um norræna ráðstefnu Nordic Smart Cities, 24.-25. október 2017, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt að tilnefna Halldór Auðar Svansson og Eva Einarsdóttir.

    Tilnefningu þriðja fulltrúans er frestað.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram dagskrá ráðstefnu Good democratic Governance of Metropolitan areas, 17.-18. október 2017. Jafnframt er tilkynnt að Halldór Auðar Svansson fari fyrir hönd Reykjavíkurborgar á ráðstefnuna.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á fyrirhugaðri heimsókn sendinefndar frá sveitastjórnarráðuneyti Lettlands til stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

Fundi slitið klukkan 15:23

Skúli Helgason