Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 62

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, 4. september, var haldinn 62. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.32. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Margrét Norðdahl, Lára Óskarsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Jóna Björg Sætran og áheyrnarfulltrúinn Gústav Adolf Sigurbjörnsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Helga Björg Ragnarsdóttir og Óskar J. Sandholt. Fundarritari var Sandra Dröfn Gylfadóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram að nýju tillaga um tilraunasvæði á vegum Reykjavíkurborgar, dags. 17. ágúst 2017.

     

    Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögu til borgarráðs.

    Fulltrúi framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

     

    Unnur Margrét Arnardóttir og Ingi Rafn Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á aðgerðaáætlun vegna þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.

    Samþykkt að vísa aðgerðaáætlun til borgarráðs.

    Halldór Nikulás Lárusson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á vefstefnu Reykjavíkurborgar.

    Samþykkt að vísa stefnunni til borgarráðs.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 14.55. víkur Lára Óskarsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

    Samþykkt að vísa til forsætisnefndar.

    Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt umboðsmanns borgarbúa, dags. 4. september 2017.

    Samþykkt að vísa til forsætisnefndar.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram drög að verklagsreglum um samskipti umboðsmanns borgarbúa við stjórnkerfis- og lýðræðisráð, dags. 4. september 2017.

    Frestað.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram starfslýsing umboðsmanns borgarbúa, dags. 1. september 2017.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram til kynningar erindisbréf um starfshóp um upplýsingatæknimál, dags. 1. september 2017.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf, dags. 21. ágúst 2017, þar sem tilkynnt er um að Gústav Adolf Sigurbjörnsson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnkerfis- og lýðræðisráði í stað Gísla Garðarssonar og að Eydís Blöndal taki sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Gústavs.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit yfir fundi umboðsmanns borgarbúa í stjórnkerfis- og lýðræðisráði, 2017-2018.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:27

Skúli Helgason