Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 61

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, mánudaginn 21. ágúst, var haldinn 61. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnabúð og hófst klukkan 14:29. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Lára Óskarsdóttir, Björn Gíslason, Jón Ingi Gíslason, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Ingi B. Poulsen. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar J. Sandholt og Sandra Dröfn Gylfadóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

     

    Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Kl. 13.39 tekur Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.

     

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt umboðsmanns borgarbúa.

     

    Kl. 13.42. tekur Gísli Garðarsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að verklagsreglum um samskipti umboðsmanns borgarbúa við stjórnkerfis- og lýðræðisráð, ásamt fylgigögnum.

    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram drög að starfslýsingu umboðsmanns borgarbúa, dags. 21. ágúst 2017.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram til kynningar, málþing um þátttökulýðræði í sveitarfélögum, dags. 12. maí 2017.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga um tilraunasvæði á vegum Reykjavíkurborgar, dags. 17. ágúst 2017.

     

    Frestað.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram drög að stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda 2017-2022. Umsögn óskast frá stjórnkerfis- og lýðræðisráði.

     

    Umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindisbréf um starfshóp um mat á kostnaði vegna rafrænna íbúakosninga, dags. 17. ágúst 2017, til kynningar.

     

    Kl. 14.57. víkur Eva Baldursdóttir sæti af fundinum.

    Kl. 14.57. tekur Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram drög að erindisbréfi um starfshóp um upplýsingatæknimál, ásamt umsögn innri endurskoðunar um erindisbréf, dags. 18. ágúst 2017, og fylgiskjölum.

     

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:06

Skúli Helgason