Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2017, mánudaginn 29. maí, var haldinn 59. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnabúð og hófst klukkan 14:00. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Eva H. Baldursdóttir, Lára Óskarsdóttir, Jón Ingi Gíslason, Gísli Garðarsson. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Halldóra Káradóttir, Ívar Örn Ívarsson, Birgir Björn Sigurjónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Sandra Dröfn Gylfadóttir og Theódóra Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar á stöðu opinna fjármála á vefsvæði Reykjavíkurborgar, í samræmi við tillögu ráðsins á 52. fundi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 6. febrúar 2017.
Halldóra Káradóttir, Ívar Örn Ívarsson og Birgir Björn Sigurjónsson taka sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina, dags. 23. janúar 2017, um að halda íbúakosningar samhliða borgarstjórnarkosningum 2018, ásamt umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. apríl 2017.
Frestað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan :
Skúli Helgason