Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 58

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, mánudaginn 15. maí, var haldinn 58. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnabúð og hófst klukkan 14:00. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Eva Einarsdóttir, Eva H. Baldursdóttir, Björn Gíslason, Jón Ingi Gíslason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Gísli Garðarsson. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Helga Björk Laxdal. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar J Sandholt, Sandra Dröfn Gylfadóttir og Theódóra Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga Framsóknar og flugvallarvina, dags. 23. janúar 2017, um að halda íbúakosningar samhliða borgarstjórnarkosningum 2018 ásamt umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. apríl 2017. 

    Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Frestað.

      Fylgigögn

    1. Lögð fram ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ þann 5.-7. apríl 2017, Ekki bara framtíðin – Ungt fólk leiðtogar nútímans.   

      Umræða fer fram.   

      Fylgigögn

    2. Lögð fram úttekt Innri endurskoðunar á stjórnun upplýsingatæknimála – ábendingar til forsætisnefndar, dags. 8. maí 2017, ásamt fylgiskjölum. Umsögn óskast frá stjórnkerfis- og lýðræðisráði.

      Fylgigögn

    3. Lögð fram samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs dags. 2. september 2014. 

      Fram fer umræða um endurskoðun á samþykkt.

      Fylgigögn

    4. Lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum. Umsögn óskast frá stjórnkerfis- og lýðræðisráði. 

      Umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkt.

      Fylgigögn

    Fundi slitið klukkan :

    Skúli Helgason