Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 56

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, 3. apríl, var haldinn 56. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.35. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Eva Einarsdóttir, Lára Óskarsdóttir, Örn Þórðarson, Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óskar J. Sandholt og Dagbjört Hákonardóttir.

 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á vinnslu rannsóknarinnar „Ungt fólk til áhrifa“. 

    Arnar Kjartansson og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 13.44 tekur Eva H. Baldursdóttir sæti á fundinum.

    Kl. 13.44 víkur Stefán Eiríksson sæti af fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning frá fagteymi frá umhverfis- og skipulagssviði á hugmyndamatsferli vegna Hverfisins míns 2017.  

    Sonja Wiium, Róbert Guðmundur Eyjólfsson, Stefán Agnar Finnsson, Auður Ólafsdóttir og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um ferli við mótun tillagna.

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð felur skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að hefja undirbúning fundarins og finna hentuga dagsetningu fyrir fundinn.

  4. Lagt er fram bréf frá skóla- og frístundasviði, dags. 29. mars 2017, þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um tillögu áheyrnarfulltrúa foreldra í grunnskólum um opinbera birtingu árlegra niðurstaðna heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi umsögn:

    Sjálfsagt er að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að birta umræddar niðurstöður á vefsíðu sinni, um starfsstöðvar borgarinnar almennt, og er það í góðu samræmi við upplýsingastefnu borgarinnar. Jafnframt mætti hugsa sér að gagnlegt væri að teknar væru saman og birtar skýrslur þar sem niðurstöður skoðana heilbrigðiseftirlitsins eru dregnar saman til nánari glöggvunar. Einnig er bent á að með innleiðingu á hugbúnaði fyrir stjórnendaupplýsingar gefast mikil tækifæri til að taka saman og birta upplýsingar um rekstur borgarinnar og er skóla- og frístundasvið hvatt til að nýta sér þann möguleika.

    Fylgigögn

  5. Lögð er fram breytingatillaga að fundadagatali stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir starfsárið 2016 til 2017. Lagt er til að 57. fundur muni fara fram þann 24. apríl næstkomandi. Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan :