Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2017, 20. mars, var haldinn 55. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.37. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva H. Baldursdóttir, Skúli Helgason, Eva Einarsdóttir, Björn Gíslason, Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Helga Björg Ragnarsdóttir og Sandra Dröfn Gylfadóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á vinnslu rannsóknarinnar „Ungt fólk til áhrifa“. Fram fer umræða um mögulegar leiðir að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks.
Frestað.
-
Fram fer umræða um dagskrá lýðræðisstefnu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs sem fram fer þann 28. mars nk. Lögð eru fram dagskrárdrög þess efnis að til máls muni taka Halldór Auðar Svansson, Sonja Wiium og fulltrúi Mosfellsbæjar. Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram til kynningar tilkynning borgarstjórnar dags. 8. mars 2016 þess efnis að Lára Óskarsdóttir taki sæti sem aðalmaður í stjórnkerfis- og lýðræðisráði í stað Hildar Sverrisdóttur. Jafnframt var lagt til að Herdís Anna Þorvaldsdóttir taki sæti sem varamaður í stað Láru.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um mögulega opinbera birtingu samninga Reykjavíkurborgar við íslenska ríkið. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að taka saman heildaryfirlit þeirra samninga sem í gildi eru á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins.
Fundi slitið kl. 14.11
Skúli Helgason