Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 53

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, mánudaginn 20. febrúar, var haldinn 53. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst klukkan 16:26. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Eva H. Baldursdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Björn Gíslason, Jón Ingi Gíslason. Fundarritari: Sonja Wiium

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram verkefnislýsing verkefnisins Hverfið mitt 2017.

    Samþykkt.

    Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir og Björn Gíslason, lýsa aftur yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið farið í breytingar til samræmis við athugasemdir sem hafa borist varðandi grundvallarþætti hverfiskosninganna. Þær athugasemdir bárust í fyrra og þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að hverfiskosningunum yrði frestað þar til unnið yrði úr athugasemdunum með almennilegum hætti. Þá var viðkvæðið að ekki myndi nást að fara í þá vinnu vegna tímaþröng fyrir kosningarnar og meira máli skipti að halda kosningarnar þrátt fyrir athugasemdir um annmarka. Því veldur miklum vonbrigðum að nú, ári síðar, eigi aftur að halda hverfiskosningar án þess að úrvinnsla athugasemdanna, og þá eftir atvikum grundvallarígrundun á verkefninu í heild, hafi verið kláruð.  

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Starfshópur um Betri Reykjavík og Betri hverfi hefur nú skilað af sér lokaskýrslu með ýmsum tillögum að breytingum á verkefnunum. Tekið hefur verið tillit til þeirra í verkefnislýsingu fyrir Hverfið mitt 2017 og áfram verður unnið með þær við mótun lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar og við að festa lýðræðisverkefni borgarinnar á borð við Hverfið mitt formlega í sessi. Einnig nýtist reynslan af framkvæmd verkefnisins árið 2016, þar sem met var sett í þátttöku, við að þróa það áfram. Verkefnið er þannig í stöðugri þróun og mikilvægur liður í því er að halda því gangandi til að laga það að reynslu af framkvæmd þess.

    Marta María Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á lokaskýrslu starfshóps um Betri Reykjavík og Betri hverfi.

    Marta María Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram samantekt umsagna hverfisráða um úttekt Innri endurskoðunar.

    -kl. 14:18 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:28