Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2017, mánudaginn 6. febrúar, var haldinn 52. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð - Ráðhúsinu og hófst klukkan 10:16. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir, Jón Ingi Gíslason. Fundarritari: Sonja Wiium
Þetta gerðist:
-
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi tillögu:
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð fagnar því að opnuð hefur verið rafræn gagnagátt með ítarlegu yfirliti yfir fjármál Reykjavíkurborgar á vefsvæðinu http://www.reykjavik.is/opinfjarmal. Lausnina er hægt að þróa áfram og munu næstu skref felast í enn ítarlegri sundurgreiningu á gögnunum og útgáfu gagnanna sem opinna gagna. Fjármálaskrifstofu er falið að útbúa tímasetta áætlun um viðbætur við lausnina sem lögð verður fram í stjórnkerfis- og lýðræðisráði.
Halldóra Káradóttir, Hörður Hilmarsson og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið
-
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði falið að gera samantekt úr umsögnum hverfisráða.
Samþykkt
Fylgigögn
-
kl. 14.41 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum
-
Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Samþykkt
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15.42
Skúli Helgason Marta Guðjónsdóttir