Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 45

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2016, 3. október, var haldinn 45. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.  Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.35. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson,Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Inga Auðbjörg Straumland, Hildur Sverrisdóttir, Björn Gíslason, Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Gústav Sigurbjörnsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt.

Þetta gerðist:

  1. Opið bókhald – kynning fjármálastjóra Kópavogsbæjar.

    Ingólfur Arnarson, Ingimar Þór Friðriksson, Halldóra Káradóttir og Hörður Hilmarsson tóku sæti undir þessum lið.

  2. Lögð fram að nýju til umsagnar tillaga Framsóknar og flugvallarvina um breytingu á viðmiðum um skilgreiningu á fruminnherjum dags. 11.ágúst 2016, sbr. 6. liður fundargerðar Stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 19. september 2016.  Jafnframt er lögð fram umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
    Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tók sæti á fundinum kl. 14:40 undir þessum lið.
    -Frestað.

    Fylgigögn

  3. Staðan á úrvinnslu ábendinga úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
    -Samþykkt.

  4. Umsagnarferli þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.
    -Samþykkt að senda til umsagna hjá sviðum borgarinnar og á ytri vef vegna umsagna almennings.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:05

Skúli Helgason