Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2016, 4. apríl, var haldinn 36. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.42. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hreinn Hreinsson, Óskar Jörgen Sandholt, Helga Björg Ragnarsdóttir og Theódóra Sigurðardóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi stýrihóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lagður fram tölvupóstur upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar vegna kynningaráætlunar Betri hverfa 2016, dags. 1. apríl 2016.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarritara, dags. 18. mars 2016, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi íbúakönnun Gallup, sbr. 8. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 8. febrúar 2016.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokksins dags. 7. mars sl. um að drög að úttekt Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um verkefnin Betri Reykjavík og Betri hverfi verði gerð opinber. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um sameiginlegan opinn fund stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og mannréttindaráðs. Fundurinn verður haldinn 28. apríl 2016.
Fundi slitið kl. 14.05
Skúli Helgason Marta Guðjónsdóttir