Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2016, mánudaginn 7. nóvember, var haldinn 47. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst klukkan 11:13. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Jón Ingi Gíslason. Fundarritari: Sonja Wiium
Þetta gerðist:
-
Fram fer atkvæðagreiðsla um að senda til umsagnaferlis í hverfisráðum borgarinnar úttekt innri endurskoðunar á þjónustumiðstöðvum og hverfisráðum. Samþykkt.
kl. 13.37 tók Skúli Helgason sæti á fundinum
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga Stjórnkerfis- og lýðræðisráðs dags 14. nóvember 2016:
Lagt er til að umhverfis og skipulagssviði verði falið að taka saman yfirlit yfir framkvæmdir sem gerðar hafa verið í borginni á árunum 2011-2015 í gegnum samráðsverkefnið Betri hverfi. Jafnframt er lagt til að skrifstofa borgarstjóra og borgarritara verði falið að taka saman yfirlit yfir þau verkefni sem hafa hlotið kosningu í verkefninu frá upphafi. Yfirlitin yrðu samræmd og heildstæðar upplýsingar um stöðu verkefna frá upphafi yrðu lagðar fram í stjórnkerfis og lýðræðisráði.
Samþykkt
Fylgigögn
-
Lögð fram starfsáætlun Stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir árið 2017
Samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa samfylkingar, Bjartar framtíðar, Pírata og Framsóknar og fluvallavina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgigögn
-
Lögð fram Þjónustustefna Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að vísa í Borgarráð.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnkerfis- og lýðræðisráði fagna því að stigin hafi verið skref í þá átt að gera þjónustu borgarinnar betri og skilvirkari. Þrátt fyrir ágæti svona stefnu á þó enn á eftir að taka mikilvægar ákvarðanir um dreifingu þjónustu og stjórnkerfis borgarinnar, eins og til dæmis varðandi þjónustumiðstöðvar og hverfisráð borgarinnar. Einnig er vert að minna á að þó að metnaðarfull stefna sé sett með ágætum um betri þjónustu liggur í engu fyrir hvort að fjármagni verði forgangsraðað svo að hægt verði eftir atvikum að koma henni í framkvæmd.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 14.01
Skúli Helgason Marta Guðjónsdóttir