Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 47

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2016, mánudaginn 7. nóvember, var haldinn 47. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst klukkan 11:13. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Jón Ingi Gíslason. Fundarritari: Sonja Wiium

Þetta gerðist:

  1. Fram fer atkvæðagreiðsla um að senda til umsagnaferlis í hverfisráðum borgarinnar úttekt innri endurskoðunar á þjónustumiðstöðvum og hverfisráðum. Samþykkt.

    kl. 13.37 tók Skúli Helgason sæti á fundinum

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi  tillaga Stjórnkerfis- og lýðræðisráðs dags 14. nóvember 2016:

    Lagt er til að umhverfis og skipulagssviði verði falið að taka saman yfirlit yfir framkvæmdir sem gerðar hafa verið í borginni á árunum 2011-2015 í gegnum samráðsverkefnið Betri hverfi. Jafnframt er lagt til að skrifstofa borgarstjóra og borgarritara  verði falið að taka saman yfirlit yfir þau verkefni sem hafa hlotið kosningu í verkefninu frá upphafi. Yfirlitin yrðu samræmd og heildstæðar upplýsingar um stöðu verkefna frá upphafi yrðu lagðar fram í stjórnkerfis og lýðræðisráði.

    Samþykkt

    Fylgigögn

  3. Lögð fram starfsáætlun Stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir árið 2017

    Samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa samfylkingar, Bjartar framtíðar, Pírata og Framsóknar og fluvallavina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram Þjónustustefna Reykjavíkurborgar.

    Samþykkt að vísa í Borgarráð.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnkerfis- og lýðræðisráði fagna því að stigin hafi verið skref í þá átt að gera þjónustu borgarinnar betri og skilvirkari. Þrátt fyrir ágæti svona stefnu á þó enn á eftir að taka mikilvægar ákvarðanir um dreifingu þjónustu og stjórnkerfis borgarinnar, eins og til dæmis varðandi þjónustumiðstöðvar og hverfisráð borgarinnar. Einnig er vert að minna á að þó að metnaðarfull stefna sé sett með ágætum um betri þjónustu liggur í engu fyrir hvort að fjármagni verði forgangsraðað svo að hægt verði eftir atvikum að koma henni í framkvæmd. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14.01

Skúli Helgason Marta Guðjónsdóttir