Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2016, 21. mars, var haldinn 35. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Diljá Ámundadóttir, Natan Kolbeinsson, Eva Baldursdóttir, Björn Gíslason og Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Theódóra Sigurðardóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um stöðu verkefna er varða umbætur og gagnsæi fjárhagsupplýsinga, dags. 16. mars 2016.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um rafrænt þjónustuver, dags. 18. mars 2016.
Samþykkt samhljóða og vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um breytingar á verkefnunum Betri Reykjavík og Betri hverfi, dags. 18. mars 2016. - Kl. 13.48 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá.Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarritara, dags. 18. mars 2016, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi íbúakönnun Gallup, sbr. 8. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 8. febrúar 2016.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi stýrihóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um sameiginlegan opinn fund stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og mannréttindaráðs.
- Kl. 14.38 víkur Björn Gíslason af fundi.
Fundi slitið kl. 14:56