Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 33

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2016, 22. febrúar, var haldinn 33. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.  Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.35. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Hildur Sverrisdóttir, Björn Gíslason og Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt, Hreinn Hreinsson og Theódóra Sigurðardóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram að nýju úttekt Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála á verkefnunum Betri Reykjavík og Betri hverfi ásamt viðauka, dags. 18. janúar 2016, og niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar dags. 11. júní 2015, sbr. 2. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 8. febrúar 2016.

    Hallur Símonarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    - Kl. 13.48 tekur Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram til umsagnar að nýju drög að nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar dags. 19. janúar 2016 sbr. 6. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 8. febrúar 2016, ásamt bréfi borgarráðs dags. 22. janúar 2016 þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um drögin. Einnig lögð fram til samþykktar drög skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að umsögn dags. 19. febrúar 2016.

    Fram fer kynning á drögum að nýrri mannréttindastefnu. Líf Magneudóttir og Halldóra Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um drög að mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um opinn fund stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 7. mars 2016. Samþykkt að fresta opnum fundi ráðsins um óákveðinn tíma.

  4. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar dags. 30. júní 2015. Einnig lagt fram bréf borgarráðs dags. 18. febrúar 2016 og umsagnir fagráða og hverfisráða.

    Frestað.

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram tillögur hverfisráðs Breiðholts um hvernig megi auka lýðræði, lærdóm, félagsauð og valdeflingu á vettvangi félagsstarfs dags. 27. janúar 2016.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar borgarlögmanns dags. 10. febrúar 2016 við bréfi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs dags. 3. júní 2016.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindisbréf – starfshópur um undirbúning lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 22. febrúar 2016.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda, dags. 9. febrúar 2016.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram ábending úttektarnefndar borgarstjórnar nr. 3 – lengd bókana, dags. 28. október 2015.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:40

Skúli Helgason