Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2016, 8. febrúar, var haldinn 32. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Hildur Sverrisdóttir og Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt, Hreinn Hreinsson og Theódóra Sigurðardóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á nýrri vefsíðu Betri Reykjavíkur – Betri hverfa. Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 13.37 tekur Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 14.00 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum. -
Lögð fram úttekt Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála á verkefnunum Betri Reykjavík og Betri hverfi ásamt viðauka, dags. 18. janúar 2016, og niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar dags. 11. júní 2015.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að erindisbréfi – starfshópur um Betri Reykjavík og Betri hverfi, dags. 5. febrúar 2016.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi – starfshópur um undirbúning lýðræðisstefnu, dags. 6. febrúar 2016.
Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórnar dags. 21. janúar 2016 um kosningu í stjórnkerfis- og lýðræðisráð.
Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar bréf forsætisnefndar dags. 20. janúar 2016 um yfirlit yfir mætingar í borgarstjóran, borgarráð, fagráð og hverfisráð.
- Kl. 14.44 víkur Líf Magneudóttir af fundi.Fylgigögn
-
Lögð fram til umsagnar drög að nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar dags. 19. janúar 2015 ásamt bréfi borgarráðs dags. 22. janúar 2016 þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um drögin.
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð felur skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að gera drög að umsögn og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.Fylgigögn
-
Fulltrúi Sjálfstæðiflokks leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir, óskar eftir áliti stjórnkerfis- og lýðræðisráðs á hvernig það fer saman við tilgang ráðsins um aukið gegnsæi að Reykjavíkurborg kjósi að glöggva sig ekki á niðurstöðum þjónustukönnunar sem þegar liggur fyrir um viðhorf borgarbúa til þjónustu borgarinnar? Ef ráðið metur sem svo að það sé ekki hlutverk þess að hvetja borgarstjórn til að fjárfesta í umræddri þjónustukönnun í þágu upplýsinga og gegnsæis er jafnframt óskað eftir rökstuðningi ráðsins þess efnis.
Fundi slitið kl. 14:55