Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 32

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2016, 8. febrúar, var haldinn 32. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Hildur Sverrisdóttir og Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt, Hreinn Hreinsson og Theódóra Sigurðardóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á nýrri vefsíðu Betri Reykjavíkur – Betri hverfa. Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    - Kl. 13.37 tekur Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.

    - Kl. 14.00 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

  2. Lögð fram úttekt Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála á verkefnunum Betri Reykjavík og Betri hverfi ásamt viðauka, dags. 18. janúar 2016, og niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar dags. 11. júní 2015.

    Frestað.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að erindisbréfi – starfshópur um Betri Reykjavík og Betri hverfi, dags. 5. febrúar 2016.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi – starfshópur um undirbúning lýðræðisstefnu, dags. 6. febrúar 2016.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórnar dags. 21. janúar 2016 um kosningu í stjórnkerfis- og lýðræðisráð.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram til kynningar bréf forsætisnefndar dags. 20. janúar 2016 um yfirlit yfir mætingar í borgarstjóran, borgarráð, fagráð og hverfisráð.

    - Kl. 14.44 víkur Líf Magneudóttir af fundi.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram til umsagnar drög að nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar dags. 19. janúar 2015 ásamt bréfi borgarráðs dags. 22. janúar 2016 þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um drögin.

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð felur skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að gera drög að umsögn og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.

    Fylgigögn

  8. Fulltrúi Sjálfstæðiflokks leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir, óskar eftir áliti stjórnkerfis- og lýðræðisráðs á hvernig það fer saman við tilgang ráðsins um aukið gegnsæi að Reykjavíkurborg kjósi að glöggva sig ekki á niðurstöðum þjónustukönnunar sem þegar liggur fyrir um viðhorf borgarbúa til þjónustu borgarinnar? Ef ráðið metur sem svo að það sé ekki hlutverk þess að hvetja borgarstjórn til að fjárfesta í umræddri þjónustukönnun í þágu upplýsinga og gegnsæis er jafnframt óskað eftir rökstuðningi ráðsins þess efnis.

Fundi slitið kl. 14:55