Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 26

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 2. nóvember, var haldinn 26. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.35. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Hildur Sverrisdóttir, Björn Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Auður Alfífa Ketilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Hreinn Hreinsson, Óskar J. Sandholt og Ásta Guðrún Beck.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram starfsáætlun í stjórnkerfis- og lýðræðismálum 2016 dags. 2. nóvember 2015.
    Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá.

    - Kl. 13.43 tekur Jón Ingi Gíslason sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram svar skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara dags. 23. október 2015 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks dags. 5. október sl. um vikulega tölvupósta borgarstjóra.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík „Aukið fjármagn til miðborgar“ dags. 2. febrúar 2015 sbr. 4. liður fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 16. febrúar 2015.

    Hugmynd af Betri Reykjavík hafnað og vísað til vinnu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um endurskoðun lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á árangursstýringu, áhættustýringu og innra eftirliti.

    Hallur Símonarson, Anna Margrét Jóhannesdóttir og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    - Kl. 14.30 tekur Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15.14