Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 24

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 5. október, var haldinn 24. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Eva Baldursdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Björn Gíslason, og Stefán Þór Björnsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Óskar J. Sandholt og Unnur Margrét Arnardóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á áliti Persónuverndar um vinnslu og öryggi persónuupplýsinga í vefkerfinu Mentor - mál nr. 2015/1203.

    Helga Þórisdóttir og Teitur Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á úrvinnslu tillagna starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

    Svavar Jósefsson kynnir stöðu á úrvinnslu ábendinga.

    Fylgigögn

  3. Lögð er fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar dags. 15. september 2015:

    Lagt er til að óskað verði eftir því við forsætisnefnd að hún endurskoði samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg með það fyrir augum að ráðið færist úr flokki I í flokk II í 13. grein samþykktarinnar. Þess er óskað í því skyni að spara rekstrarkostnað Reykjavíkurborgar vegna stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

    Greinargerð fylgir tillögunni. (R15090113)
    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um lýðræðisstefnu.

    Fylgigögn

  5. Umfjöllun á Wikipedia um netkosningar í Eistlandi
    Internet voting a success in two European countries - frétt á vef European University Institute
    Internet voting - frétt á vef the National Democratic Institute
    Internet voting outside the U.S. - frétt á vef verifiedvoting.org
    Samantekt á Wikipedia um rafrænar kosningar og netkosningar

  6. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, sendir vikulega tölvupósta þar sem hann fer yfir það helsta sem er að gerast í borginni á hverjum tíma í bland við persónulegar fréttir til dæmis af samgönguviku, heimsóknum í leikskóla og gengi landsliðsins í knattspyrnu svo eitthvað sé nefnt. Föstudaginn 25. september brá svo við að borgarstjóri notaði þennan vikulega póst til að segja sína skoðun á pólitískum átökum vikunnar þar sem hann hafði einhliða og rangt eftir ummæli borgarfulltrúi minnihlutans, Áslaugar Friðriksdóttur, varðandi velferðarmál. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnkerfis- og lýðræðisráði vilja í því samhengi beina eftirfarandi spurningum til skrifstofu borgarstjóra og borgarritara: Er tölvupóstkerfið og listi yfir viðtakendur sem borgarstjóri notar í vikulega pósta sína eitthvað tengt tölvupóstkerfi eða gagnagrunnum borgarinnar? Var starfsfólk borgarinnar sett á lista yfir viðtakendur án þess að hafa skráð sig sérstaklega á þann lista? Er tilhögun póstsendinganna og lista yfir viðtakendur í samræmi við reglur um persónuvernd? Er réttlætt að senda út slíka tölvupósta á allan þann fjölda þar sem eingöngu sé um að ræða hlutlæga upplýsingaveitu embættisins borgarstjóra um það sem er að gerast í borginni? Er talið falla þar undir að borgarstjóri noti þann vettvang í eigin pólitísku skoðanir og jafnvel einhliða brigslyrði gagnvart pólitískum andstæðingum sem hafa ekki tök á að verja sig á sama vettvangi? Getur minnihluti borgarstjórnar fengið sama póstaðgang að borgarstarfsmönnum í sínum pólitíska tilgangi?

  7. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn.

    Á síðasta fundi óskaði fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina eftir upplýsingum um það hvort gert hefði verið áhættumat áður en ákvörðun var tekin um að setja viðskiptabann Ísrael. Mjög einfalt væri fyrir meirihlutann að svara fyrirspurninni án tafar en hann hefur kosið að biða með að svara. Einn af hornsteinum lýðræðis er að fulltrúar minnihluta hafi tímanlegar og góðar upplýsingar um álitaefni svo að þeir geti haldið uppi málefnalegu aðhaldi á meirihlutann. Það er því sorglegt að ekki sé hægt að svara sáraeinföldum fyrirspurnum strax og þá sérstaklega í því ljósi að hér er um að ræða sjálft lýðræðisráð Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina ítrekar ósk sína eftir þessum upplýsingum.

Fundi slitið kl. 15:13