Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 23

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 21. september, var haldinn 23. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Björn Jón Bragason, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Þór Björnsson og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir og Hreinn Hreinsson.

Þetta gerðist:

  1. Kynnt er staða verkefna sem stjórnkerfis- og lýðræðisráð hefur falið erindreka gagnsæis og samráðs að fylgja eftir. Ásta Guðrún Beck fer yfir stöðu mála.

    Fylgigögn

  2. Kynnt er staðan á nýju fundarkerfi fyrir nefndir og ráð borgarinnar. Gert er ráð fyrir að kerfið verði komið í prófun í nóvember nk. Hreinn Hreinsson fer yfir stöðu mála.

  3. Fulltrúar Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu dags. 16. september 2015:

    Lagt er til að opinn fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs þann 16. nóvember næstkomandi fjalli um virkjun kosningaréttarins, í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Boðnir verði t.d. fulltrúar á vegum Ungmennaráðs, Fjölmenningarráðs, Öldungaráðs og framkvæmdanefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til að ræða mikilvægi þess að mismunandi hópar samfélagsins nýti sér kosningarétt sinn og séu virkir í stjórnmálum. Erindreka gagnsæis og samráðs er falið að bjóða fulltrúum og skipuleggja fundinn.

    Greinargerð fylgir tillögunni. (R15090112)
    Samþykkt með 5 atkvæðum gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

    Fylgigögn

  4. Fulltrúar Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu dags. 15. september 2015:

    Lagt er til að óskað verði eftir því við forsætisnefnd að hún endurskoði samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg með það fyrir augum að ráðið færist úr flokki I í flokk II í 13. grein samþykktarinnar. Þess er óskað í því skyni að spara rekstrarkostnað Reykjavíkurborgar vegna stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

    Greinargerð fylgir tillögunni. (R15090113)
    Frestað.

  5. Fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina óskar eftir upplýsingum um hvort Reykjavíkurborg gerði áhættumat vegna áhrifa viðskiptabanns á Ísrael á íslensk fyrirtæki og vegna kaupa á læknisvörum frá Ísrael áður en ákvörðun um bannið var tekin. Ef áhættumat var gert þá er hér með óskað eftir afriti af því mati. Ef Reykjavíkurborg lét ekki vinna áhættumat er óskað eftir rökstuddu svari af hverju það var ekki gert í ljósi hagsmuna landsins.

Fundi slitið kl. 14:20

Marta Guðjónsdóttir