Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 19

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 1. júní, var haldinn 19. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.40. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Diljá Ámundadóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Þór Björnsson og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Sonja Wiium og Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

  1. Lögð er fram að nýju eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina dags. 4. maí 2015 (R15050021):

    MMR kannaði hug Íslendinga til þess að loka flugbraut 06/24 (oft nefnd neyðarbraut) á Reykjavíkurflugvelli. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að 78% Íslendinga eru andvíg því að brautinni verði lokað. Sé aðeins horft á íbúa höfuðborgarsvæðisins vilja 74% ekki að brautinni verði lokað. Sé aðeins horft á Reykjavík þá eru 68% íbúa andvíg lokun brautarinnar. Könnunin var unnin af MMR dagana 16.-21. apríl 2015 og spurt var: „Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, oft nefnd neyðarbraut, verði lokað?“ Úrtakið voru Íslendingar á aldrinum 18 ára og eldri. Svarfjöldi: 1.001 einstaklingur. Niðurstaða könnunar MMR sýnir að meirihluti þeirra sem tók þátt vill ekki láta loka brautinni.

    Því óska Framsókn og flugvallarvinir eftir upplýsingum um það hvort og þá með hvaða hætti stjórnkerfis- og lýðræðisráð ætlar að bregðast við þessari könnun.

    Lagt er fram svar við fyrirspurninni frá fulltrúum Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og fram fer umræða um málið. Samþykkt er að óska er eftir upplýsingum um þá samninga sem vísað er til í áliti borgarlögmanns sem kynnt var á síðasta fundi.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu tillagna í skýrslu um nýtingu upplýsingatækni 2012-2016. Óskar Jörgen Sandholt, skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu og reksturs, kynnir. Jón Ingi Þorvaldsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar, tekur sæti undir þessum lið. (R12090050)

    - Kl. 14:55 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi.

    Fylgigögn

  3. Kynning á greinargerð um áhrif notkunar samfélagsmiðla á net- og upplýsingaöryggi.
    Kynningu er frestað til næsta fundar.
  4. Lagt er fram til kynningar bréf frá mannréttindaskrifstofu um opinn fund mannréttindaráðs með grasrótarsamtökum. (R15050097)

    Fylgigögn

  5. Lögð eru fram lokadrög stýrihóps að nýrri upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar ásamt greinargerð um samráðsferli. Samþykkt að vísa upplýsingastefnunni til samþykktar í borgarráði eftir að prófarkalestri er lokið. (R15020022)

    Fylgigögn

  6. . Fram fer umræða um afmælisviðburði vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Lagt er til að notað verði kerfi Betri Reykjavíkur til þess að safna efni fyrir afrekasýningu sem halda á í Tjarnarsal. Auk þess verði opinn fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs haldinn á Hallveigarstöðum og þemað verði í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Samþykkt. (R14060161)
  7. Hilmar Sigurðsson leggur fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
    Í ljósi framkomins frumvarps til laga á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, þingskjals 478, 361. mál, samþykkir Stjórnkerfis- og lýðræðisráð hefja undirbúning að ráðgefandi íbúakosningu í Reykjavíkurborg þar sem spurt verður: „Viltu að Reykjavík verði sjálfstætt borgríki?“ með svarmöguleikunum já eða nei. Við undirbúning kosningarinnar verði í fyrstu umferð leitað eftir umsögn borgarlögmanns um tillöguna. Íbúakosningin verði haldin í gegnum rafrænt kosningakerfi sem Þjóðskrá hefur til ráðstöfunar. Allir íbúar á kosningaaldri í Reykjavíkurborg eigi rétt til þátttöku í kosningunni.

    Frestað.

Fundi slitið kl. 15:30

Heiða Björg Hilmisdóttir