Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 18

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 18. maí, var haldinn 18. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.33. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Björn Gíslason, Hildur Sverrisdóttir, Magnús Arnar Sigurðarson og áheyrnarfulltrúinn Auður Alfífa Ketilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Sonja Wiium, Svavar Jósefsson og Hreinn Hreinsson.

Þetta gerðist:

  1. Lögð er fram að nýju eftirfarandi tillaga frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina dags. 4. maí 2015 (R15050021): Í ljósi niðurstöðu könnunar MMR er lagt til að stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykki að óska eftir því að borgarstjórn fari í almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa Reykjavíkur, skv. 107. gr., sbr. 108. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011, um það hvort loka eigi flugbraut 06/24. Umsögn borgarlögmanns dags. 13. maí 2015 um tillöguna er lögð fram og kynnt. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður tekur sæti undir þessum lið. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:  

    Fylgigögn

  2. Lögð er fram að nýju eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina dags. 4. maí 2015 (R15050021):

    MMR kannaði hug Íslendinga til þess að loka flugbraut 06/24 (oft nefnd neyðarbraut) á Reykjavíkurflugvelli. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að 78% Íslendinga eru andvíg því að brautinni verði lokað. Sé aðeins horft á íbúa höfuðborgarsvæðisins vilja 74% ekki að brautinni verði lokað. Sé aðeins horft á Reykjavík þá eru 68% íbúa andvíg lokun brautarinnar. Könnunin var unnin af MMR dagana 16.- 21. apríl 2015 og spurt var: „Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, oft nefnd neyðarbraut, verði lokað?“ Úrtakið voru Íslendingar á aldrinum 18 ára og eldri. Svarfjöldi: 1.001 einstaklingur. Niðurstaða könnunar MMR sýnir að meirihluti þeirra sem tók þátt vill ekki láta loka brautinni.

    Því óska Framsókn og flugvallarvinir eftir upplýsingum um það hvort og þá með hvaða hætti stjórnkerfis- og lýðræðisráð ætlar að bregðast við þessari könnun.

    Frestað.

    Fylgigögn

  3. Lögð er fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem lögð var fram eftir kynningu á áfangaskýrslu starfshóps um nýju Reykjavíkurhúsin sem fram fór á síðasta fundi ráðsins (R13010108):

    Stjórnkerfis og lýðræðisráð beinir því til borgarráðs að leggja fyrir ráðið lögfræðilega álitsgerð um lagalega stöðu þeirra tveggja leiða, einkablands og blokkarblands, með sérstakri áherslu á samkeppnissjónarmið, jafnréttissjónarmið, skaðabótaáhættu og skyldu sveitarfélags skv. 12. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

    Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til borgarráðs.

    Fylgigögn

  4. Lögð er fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina (R15050019):

    Framsókn og flugvallarvinir setja fram þá tillögu að stjórnkerfis- og lýðræðisráð óski eftir skriflegum svörum frá öllum fagráðum borgarinnar um hversu langur tími líður frá því að a)tillaga er sett fram í fagráði og þar til hún er afgreidd, b) fyrirspurn er sett fram í fagráði og þar til að svar liggur fyrir. Ásamt því að fá sundurliðun á hverri og einni fyrirspurn og tillögu þá er óskað eftir upplýsingum um skemmsta tíma, lengsta tíma, meðaltíma á hverju sviði fyrir sig. Tímabilið sem óskað er upplýsinga um er annarsvegar frá 16.06.2014 til dagsins í dag og hins vegar 16.06.2013-15.06.2014.

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir tillöguna.

    Fylgigögn

  5. Lögð er fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 30. apríl 2015, um að leggja niður leikskólaráð. (R15010070)
    Tillagan hefur verið send til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
    Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lagt er fram bréf borgarráðs dags. 5. maí 2015 um framlengingu Breiðholtsverkefnisins (R15040202).

    Fylgigögn

  7. Lagt er fram bréf borgarráðs dags. 8. maí 2015 um að samþykkt hafi verið að fagráð geri árlegan „hættulista“ (R15020146).

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:00

Heiða Björg Hilmisdóttir