Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 16

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 20. apríl, var haldinn 16. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.37. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Björn Gíslason, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar J. Sandholt, Sonja Wiium og Hreinn Hreinsson.

Þetta gerðist:

  1. Kynnt eru drög að skjalastefnu Reykjavíkurborgar og þau lögð fram til umsagnar ráðsins. Halla María Árnadóttir tekur sæti undir þessum lið. (R12120006)

    Kl. 13:45 tekur Stefán Þór Björnsson sæti.

    Fylgigögn

  2. Kynnt er skýrsla innri endurskoðunar um eftirlit með rafrænum kosningum í Betri hverfum 2015. Kristíana Baldursdóttir og Hallur Símonarson frá innri endurskoðun taka sæti undir þessum lið. (R14090207)

    Fylgigögn

  3. Kynnt er minnisblað innri endurskoðunar um kynningarmál í Betri hverfum 2015. Hallur Símonarson innri endurskoðandi tekur sæti undir þessum lið. (R15030018).
    Stjórnkerfis – og lýðræðisráð bókar eftirfarandi:

    Innri endurskoðun hefur staðfest að yfirmaður upplýsingastjóra hefur tekið umræddar embættisfærslur hans til skoðunar og að þar hafi verið brugðist við með viðeigandi hætti. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð tekur undir með Innri endurskoðun að mikilvægt er að í kynningu á kosningum í Betri hverfum sem eru í gangi sé tryggt að ekki sé gert upp á milli einstakra tillagna. Reglur um rafrænar kosningar í Betri hverfum þarf að endurskoða með tilliti til þessa og er sú vinna nú þegar í gangi. Einnig er mikilvægt að tryggja að til staðar sé skýrt verklag um hvernig meðhöndla skuli ábendingar sem varða siðareglur Reykjavíkurborgar og er einnig unnið að því að koma upp slíku verklagi.

    Fylgigögn

  4. Kynntir eru áfangar við úrvinnslu tillagna starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Svavar Jósefsson tekur sæti undir þessum lið. (R14080018)

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Framsóknar og flugvallarvina, dags. 16. febrúar 2015 um „Stop doing lista“. (R15020146)

    Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur til að stjórnkerfis- og lýðræðisráð beini því til borgarstjórnar Reykjavíkurborgar að fela Innri endurskoðanda borgarinnar að fara einu sinni á ári yfir verkefni borgarinnar og gera tillögu til borgarráðs um hvaða verkefni megi skera niður sem teljist orðin óvirk eða óþörf.

    Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur til eftirfarandi málsferðartillögu:

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð beini því til borgarráðs Reykjavíkurborgar að fela Innri endurskoðanda borgarinnar að fara einu sinni á ári yfir verkefni borgarinnar og gera tillögu til borgarráðs um hvaða verkefni megi skera niður sem teljist orðin óvirk eða óþörf.

    Tillagan er borin upp og er samþykkt með sex atkvæðum. Heiða Björg Hilmisdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Stefán Þór Björnsson víkur af fundi kl. 15:04.

    Fylgigögn

  6. Lagt er fram að nýju bréf Gunnlaugs M. Sigmundssonar dags. 9. mars 2015 varðandi beiðni um upplýsingar frá Borgarbókasafni. (R15030071)
    Erindinu er vísað til viðeigandi afgreiðslu menningar- og ferðamálasviðs. Viðkomandi verður upplýstur um málið.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á starfsáætlun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir árið 2015. Ásta Guðrún Beck erindreki gagnsæis og samráðs kynnir. (R15030090)
    Meirihluti ráðsins samþykkir starfsáætlunina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:28

Heiða Björg Hilmisdóttir