Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2014, 26. ágúst, var haldinn 1. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:00. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Stefán Þór Björnsson og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Hreinn Hreinsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18.06.2014 um kosningu 7 fulltrúa og 7 til vara í stjórnkerfis- og lýðræðisráð.
-
Drög að samþykkt stjórnkerfis og lýðræðisráðs Lögð fram drög að samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs dags. 26.08.2014.
-
Varaformaður stjórnkerfist og lýðræðisráðs Lagt er til að Eva Einarsdóttir verði kosinn varaformaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins. Kl. 12:30 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.
-
Lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar Fram fer kynning á lýðræðisverkefnum Reykjavíkurborgar. Unnur Margrét Arnardóttir verkefnisstjóri og Hreinn Hreinsson vefstjóri kynntu.
-
Fundartímar stjórnkerfis og lýðræðisráðs Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að athuga nánar fundartíma ráðsins og tíma fyrir undirbúningsfundi. Samþykkt að halda starfsdag ráðsins og skoða næstu viku í því samhengi. Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að senda fundarboð.
-
Fram fer kynning á leiðum að auknu gagnsæi í stjórnsýslu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.- Kl. 13:45 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 13:55