Stjórn Strætó - Fundur nr. 102

Stjórn Strætó

STJÓRN STRÆTÓ bs.

Ár 2008, föstudaginn 28. mars var haldinn 102. fundur stjórnar Strætó bs. í Hesthálsi 14 og hófst hann kl. 08:10. Mætt voru Ármann Kr. Ólafsson, Kristján Sveinbjörnsson, Ragnhildur I. Guðbjartsdóttir, Guðmundur Rúnar Árnason, Hafsteinn Pálsson, Gísli Marteinn Baldursson og Lárus B. Lárusson. Fundinn sat einnig Reynir Jónsson.
Fundarritari var Hörður Gíslason.

Þetta gerðist:

1. Rætt um tilraunaverkefnið frítt í strætó fyrir námsmenn, ma. sbr. 3. liður fundargerðar 101. fundar stjórnar.
Kynntar niðurstöður könnunar um notkun og viðhorf til mámsmannakorts Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu, sem Viðskiptafræðistofnun H.Í. gerði að beiðni Strætó bs.
Niðurstöður könnunarinnar um notkun benda til 8-12#PR fjölgunar farþega vegna námsmannakortsins.
Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við H.Í. mætti til fundarins vegna þessa liðar.

2. Rætt um starfsmannamál, sbr. 4. liður fundargerðar 101. fundar stjórnar.
Kynnt stefna dags. 25. mars 2008, Jóhannes Gunnarsson gegn Strætó bs.
Lögmanni félagsins falin meðferð málsins fyrir dómi
Sjöfn Kristjánsdóttir lögmaður Strætó bs. mætti til fundarins vegna þessa liðar.

3. Rætt um leiðakerfismál, sbr. 1. liður fundargerðar 101. fundar stjórnar. Lagt fram minnisblað, dags. í dag varðandi breytingu á leið 1, akstur í Vallahverfi í Hafnarfirði.
Samþykkt að stefna að þessari breytingu í haust enda finnist mótvægisaðgerðir í kostnaði.
Einar Kristjánsson mætti til fundarins vegna þessa liðar.

4. Samþykkt að afla upplýsinga um kostnað við uppsetningu rauntímaupplýsinga á völdum biðstöðvum.
Einnig verði skoðað að auka upplýsingar í vögnunum til farþega.

5. Stjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra gerð tillögu um meðferð gjaldfrelsis í strætó gagnvart sveitarfélögum sem þess kunna að óska.

6. Kynnt nýtt húsnæði fyrir vagnarekstur á Hesthálsi 14.
Jóhannes Jóhannesson mætti til fundarins vegna þessa liðar.

Fundi slitið kl. 11:30

Ármann Kr. Ólafsson
Ragnhildur I. Guðbjartsdóttir Kristján Sveinbjörnsson
Hafsteinn Pálsson Guðmundur Rúnar Árnason
Gísli Marteinn Baldursson Lárus B. Lárusson