Stjórn Sorpu - Fundur nr. 272

Stjórn Sorpu

bs.
272. fundur

Stjórnarfundur SORPU bs. á skrifstofu byggðasamlagsins mánudaginn 26. apríl 2010, kl. 7.30. Mættir eru: Herdís Sigurjónsdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ómar Stefánsson, Páll Hilmarsson, Þór Sigurgeirsson og Margrét Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri Björn H. Halldórsson, yfirverkfræðingur Bjarni G. P. Hjarðar og skrifstofustjóri Sigríður B. Einarsdóttir.
Gestur fundarins er Sævar Kristinsson frá Netspor.
Fundarritari Sigríður B. Einarsdóttir

Þetta gerðist:

1. Stefnumótun og sviðsmyndir.
Sævar Kristinsson frá Netspor kynnir drög að skýrslu um „Stefnumótun SORPU 2010-2015“ sem unnin er úr niðurstöðum vinnufundar stjórnar og yfirstjórnar fyrirtækisins auk tveggja gesta dagana 11. og 12. apríl 2008.
Skýrslan rædd. Stjórn mun ljúka við vinnu við skýrsluna á fundi mánudaginn 3.maí kl.7.30 í Álfsnesi.

2. Grænt bókhald 2009.
Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir drög að ársskýrslu græns bókhalds fyrir SORPU bs. 2009. Stjórnin ræðir skýrsluna. Stjórn samþykkir ársskýrslu græns bókhalds 2009 samhljóða og undirritar.

3. Lyktarverkefni í Álfsnesi.
Lagt fram minnisblað Bjarna G.P.Hjarðar yfirverkfræðings til framkvæmdastjóra dagsett 15.apríl 2010. Efni: Lyktarverkefnið í Álfsnesi – fyrirkomulag sumarsins.
Yfirverkfræðingur kynnir málið. Málið rætt og verður rætt áfram á vinnufundi stjórnar í Álfsnesi mánudaginn 3.maí.

- Herdís Sigurjónsdóttir fer af fundi.

4. Gjaldskrá
Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir minnisblað dagsett 23.apríl 2010 með tillögu að breytingu á gjaldskrá. Lagt er til að breyta gjaldflokki 302 sem hér segir:

Nr. Flokkur Nýtt verð Var
kr/kg án vsk kr/kg með vsk kr/kg með vsk
302 Timbur, trjábolir og greinar Ekki hvítmálað og án aðskotahluta 3,27 4,10 5,47

Lækkunin nemur 25#PR. Ofangreint breyting taki gildi frá 1. maí 2010.
Stjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

5. Fulltrúi á aðalfund Metan hf..
Stjórn samþykkir samhljóða að formaður stjórnar Herdís Sigurjónsdóttir og til vara Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson verði fulltrúi SORPU bs.á aðalfundi Metan hf. þann 28.4.2010.

6. Önnur mál.
a) Framkvæmdastjóri kynnir og leggur fram minnisblað dagsett 9.apríl 2010 um breytingu á gjaldskrá endurvinnsluflokka sem tók gildi 1.apríl 2010.
b) Margrét Jónsdóttir spyrst fyrir um notkun nýju endurvinnslustöðvarinnar að Breiðhellu.
c) Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson spyrst fyrir um viðbrögð viðskiptavina og starfsmanna við frestun gjaldtöku af garðaúrgangi á endurvinnslustöðvum.
d) Ómar Stefánsson spyrst fyrir um móttöku og flokkun á plasti.
e) Þór Sigurgeirsson spyrst fyrir um söfnun í nytjagáma.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn mánudaginn 3.maí 2010 klukkan 7.30.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.

Herdís Sigurjónsdóttir Guðfinna Guðmundsdóttir
Margrét Jónsdóttir Þór Sigurgeirsson
Ómar Stefánsson Páll Hilmarsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Bjarni Hjarðar
Björn H. Halldórsson