Stafrænt ráð
Ár 2025, 24. september, var haldinn 59. fundur stafræns ráðs. Fundurinn hófst í Hofi kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu: Alexandra Briem, Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R Friðjónsson og Kristinn Jón Ólafsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Jafnframt eftirtalið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs: Eva Pandora Baldursdóttir og Þröstur Sigurðsson. Sólveig Skaftadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga stafræns ráðs:
Lagt er til að kanna möguleika á sameiginlegri ábendingargátt ríkis og sveitarfélaga, sem gæti verið þróuð í samvinnu Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, Stafræns Íslands og annarra hagsmunaaðila. ÞON25090097.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að senda til umsagnar stafræns ráðs sveitarfélaga og Stafræns Íslands
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað stafræns Íslands um samstarf stafræns Íslands við sveitarfélög. ÞON24080010.
Fulltrúi Flokks fólksins ráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar góðri kynningu frá Stafrænu Íslandi. Í framhaldi vill fulltrúinn benda á að hann hefur undanfarin ár ítrekað bent á að til framtíðar eigi öll opinber stafræn þjónusta að vera aðgengileg á einum stað – óháð stjórnsýslustigi. Ísland.is er sá vettvangur sem slík allsherjar þjónustuveiting ætti að eiga sér stað – eins og greinilega kom fram í kynningu fulltrúa Stafræns Íslands. Þrátt fyrir bæði áhuga og samtöl Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga varðandi þetta á undanförnum árum, virðist enn vanta töluvert upp á að þetta skref verði stigið til fulls. Vill fulltrúinn taka það fram hann telur það vera mjög mikilvægt að Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins eigi að sýna ákveðið fordæmi með því að stíga þetta skref til fulls - með því að hefja viðræður þess efnis við Stafrænt Ísland.
Birna Íris Jónsdóttir og Fjalar Sigurðsson taka sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindisbréf dags 4. september 2025 um stýrihóp um mótun aðgerðaráætlunar lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. ÞON25090014.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi um tilnefningu í stýrihóp um stafræn verkefni, tæknilega staðla og gagnainnviði. ÞON25090057.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning Sambands íslenskra sveitarfélaga á skýrslu KPMG um fýsileika á auknu stafrænu samstarfi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. ÞON24080010.
Þórdís Sveinsdóttir tekur sæti undir þessum lið.
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kynningu á stöðu verkefnis um sorptunnur í borgarlandi. ÞON25090029.
Samþykkt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16:03
Alexandra Briem Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Björn Gíslason Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 24. september 2025