No translated content text
Stafrænt ráð
Ár 2022, miðvikudaginn 14. desember, var haldinn 9. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt og Karen María Jónsdóttir.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á undirbúningi og stöðumati í stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar. ÞON22020020.
Indriði Freyr Indriðason og Sigurður Hjalti Kristjánsson tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl 13:37 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stafrænum leiðtogum og stafrænni vegferð fagsviða Reykjavíkurborgar. ÞON22040056.
Ásta Þöll Gylfadóttir, Edda Jónsdóttir, Jón Hafsteinn Jóhannsson, Lára Aðalsteinsdóttir, Magnús Bergur Magnússon og Velina Apostolova taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl 14:54 víkur Sara Björg Sigurðardóttir af fundinum og Skúli Helgason tekur sæti á fundinum í hennar stað.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs dags. 7. september 2022, 21. september 2022, 28. september 2022, 25. október 2022, 9. nóvember 2022 og 15. nóvember 2022. ÞON20060042.
Edda Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 7. desember 2022, um árshlutauppgjör - níu mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2022. ÞON22080032.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kynningu á stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. nóvember 2022. MSS22110210.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna stafrænna umsókna leikskóla, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. nóvember 2022. MSS22110211.
Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þann 10. nóvember sl. var sett í loftið mælaborð um uppbyggingu húsnæðis á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Nú hefur Húsnæðis og mannvirkjastofnun sett í loftið sitt mælaborð sem er rauntímauppbygging á húsnæði á landinu öllu. Nú stemma ekki tölurnar á mælaborði Reykjavíkurborgar við tölurnar í mælaborði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Byggja tölurnar sem eru á mælaborði Reykjavíkurborgar ekki á mannvirkjaskrá HMS? Er einhver tenging á milli gagnagrunns HMS við mælaborð Reykjavíkurborgar? Hver er útskýringin á því að þessi mælaborð stemma ekki? Af hverju var tekin ákvörðun um að ráðast í kostnað við að búa til sitt eigið mælaborð samhliða þeirri miklu þróun sem að HMS hefur verið í um sama mál? ÞON22120030.
Fundi slitið kl. 16:01
Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
Friðjón R. Friðjónsson Sandra Hlíf Ocares
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafrænsráðs frá 14. desember 2022