Stafrænt ráð - Fundur nr. 9

Stafrænt ráð

Ár 2022, miðvikudaginn 14. desember, var haldinn 9. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt og Karen María Jónsdóttir.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á undirbúningi og stöðumati í stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar. ÞON22020020.

    Indriði Freyr Indriðason og Sigurður Hjalti Kristjánsson tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl 13:37 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stafrænum leiðtogum og stafrænni vegferð fagsviða Reykjavíkurborgar. ÞON22040056.

    Ásta Þöll Gylfadóttir, Edda Jónsdóttir, Jón Hafsteinn Jóhannsson, Lára Aðalsteinsdóttir, Magnús Bergur Magnússon og Velina Apostolova taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl 14:54 víkur Sara Björg Sigurðardóttir af fundinum og Skúli Helgason tekur sæti á fundinum í hennar stað.

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs dags. 7. september 2022, 21. september 2022, 28. september 2022, 25. október 2022, 9. nóvember 2022 og 15. nóvember 2022. ÞON20060042. 

    Edda Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 7. desember 2022, um árshlutauppgjör - níu mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2022. ÞON22080032.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kynningu á stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. nóvember 2022. MSS22110210.

    Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna stafrænna umsókna leikskóla, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. nóvember 2022. MSS22110211.

    Vísað til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til umsagnar.

    Fylgigögn

  7. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Þann 10. nóvember sl. var sett í loftið mælaborð um uppbyggingu húsnæðis á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Nú hefur Húsnæðis og mannvirkjastofnun sett í loftið sitt mælaborð sem er rauntímauppbygging á húsnæði á landinu öllu. Nú stemma ekki tölurnar á mælaborði Reykjavíkurborgar við tölurnar í mælaborði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Byggja tölurnar sem eru á mælaborði Reykjavíkurborgar ekki á mannvirkjaskrá HMS? Er einhver tenging á milli gagnagrunns HMS við mælaborð Reykjavíkurborgar? Hver er útskýringin á því að þessi mælaborð stemma ekki?    Af hverju var tekin ákvörðun um að ráðast í kostnað við að búa til sitt eigið mælaborð samhliða þeirri miklu þróun sem að HMS hefur verið í um sama mál? ÞON22120030.

Fundi slitið kl. 16:01

Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Friðjón R. Friðjónsson Sandra Hlíf Ocares

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafrænsráðs frá 14. desember 2022