Stafrænt ráð
Ár 2022, miðvikudaginn 9. nóvember, var haldinn 7. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Sara Björg Sigurðardóttir og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ásta Björg Björgvinsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Óskar J. Sandholt.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á skrifstofu upplýsinga- og skjalastýringar. ÞON22110013.
Arna Ómarsdóttir, Kristjana Nanna Jónsdóttir og Óskar Þór Þráinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Hlöðunni. ÞON22110013.
Arna Ómarsdóttir, Kristjana Nanna Jónsdóttir og Óskar Þór Þráinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á innleiðingu á einstökum viðmótum Hlöðunnar. ÞON22110013.
Arna Ómarsdóttir, Kristjana Nanna Jónsdóttir og Óskar Þór Þráinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Stafræna ráðið þakkar fyrir áhugaverða kynningu á verkefnum Hlöðunnar. Það er ljóst að mikil og góð vinna hefur verið unnin síðustu árin við að endurhugsa og skipuleggja stjórnsýslu borginnar upp á nýtt, m.a. með því að einfalda vinnuferla, auka yfirsýn, samræma málalykla og verklag, minnka notkun pappírs og tryggja rafræn skil. Það verður mikið framfaraskref þegar verkefni skipulags- og byggingafulltrúa, svo sem byggingar, framkvæmdir, skipulag og lóðir, færast yfir í Hlöðuna. Hlaðan mun auka skilvirkni við móttöku og afgreiðslu erinda, auka gagnsæi fyrir notendur, minnka handavinnu fyrir starfsfólk við meðferð og afgreiðslu mála, tengja saman upplýsingakerfi sem ekki voru samrýmanleg í fyrra kerfi og stytta þannig boðleiðir innan stjórnsýslunnar og auka gæði þjónustu við borgarbúa. Mikið verk er enn óunnið en ljóst er að Reykjavíkurborg er á góðri siglingu í stafrænni þróun.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á átaki í teikningaskönnun. ÞON22110013.
Óskar Þór Þráinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á öryggisflokkun gagna Reykjavíkurborgar. ÞON22110016.
Inga Rós Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl 15:21 víkur Óskar Sandholt af fundinum.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands spyr hvernig kostnaðarmat á yfirfærslu yfir í Teams voice verður gert, sérstaklega í ljósi þess að kaup og viðhald á farsímum eru á forræði hvers og eins leikskóla. Er slíkur afleiddur kostnaður fyrir starfseiningar tekinn til greina og sundurliðaður í kostnaðarmati? Farsímar eru dýr tæki og kaup slíkum tækjum fyrir starfsfólk og/eða deildir bæði leik- og grunnskóla eru fjárhagslega íþyngjandi. Þannig hafa ekki allir leik- og grunnskólar farið í slík innkaup. Mun Reykjavíkurborg bæta upp þessi auknu fjárútlát hjá leik- og grunnskólum ef ákvörðun verður tekin um að hætta með landslínusíma og notast einungis við farsíma? Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill einnig benda á áhættuna sem fylgir því að notast aðeins við eitt fjarskiptakerfi. Hvernig mun Reykjavíkurborg tryggja að hægt sé að ná sambandi við allar starfsstöðvar borgarinnar? Er gert ráð fyrir viðvarandi rafmagnsleysi í áhættumati? Ljóst er að miðað við ástandið í loftslagsmálum gætu slíkar aðstæður komið oftar upp og verði með tímanum sífellt tíðari og alvarlegri. ÞON22110018.
Fundi slitið kl. 15:30
Kristinn Jón Ólafsson Ásta Björg Björgvinsdóttir
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Jórunn Pála Jónasdóttir
Sandra Hlíf Ocares Sanna Magdalena Mörtudottir
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
7. Fundargerð Stafræns ráðs frá 9. nóvember 2022.pdf