Stafrænt ráð - Fundur nr. 63

Stafrænt ráð

Ár 2025, 26. nóvember, var haldinn 63. fundur stafræns ráðs. Fundurinn hófst í Hofi kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu: Alexandra Briem, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Kristinn Jón Ólafsson og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Sandra Hlíf Ocares og Þorkell Sigurlaugsson. Jafnframt eftirtalið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs: nýsköpunarsviðs: Óskar Jörgen Sandholt. Sólveig Skaftadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram leiðrétting á birtingu PDF skjals fundargerðar dags. 12.11.2025.

  2. Fram fer kynning á stafrænum byggingarleyfum. ÞON25080019

    Kristín Björg Sverrisdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

             Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stafrænt ráð Reykjavíkurborgar styður áframhaldandi stafvæðingu byggingarleyfisumsókna sem hófst innan Reykjavíkur árið 2022 og hefur m.a. bætt yfirsýn, gagnsæi, öryggi og þjónustuna út á við. Þessar umbætur hafa jafnframt dregið úr álagi á starfsfólk byggingarfulltrúa og stuðlað að skýrari verkferlum þar sem ábyrgð hvers hlutaðeigandi aðila er vel skilgreint. Með auknu samstarfi og innleiðingu á fyrsta fasa á nýju umsóknarviðmóti HMS í september er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu viðmótið er orðið notendavænt í takt við þjónustustefnu borgarinnar. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur og lýsum yfir stuðningi við framhald verkefnisins við þróun og innleiðingu á næsta fasa á afgreiðsluviðmóti og áframhaldandi samstarfi.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram ákall frá Almannarómi eftir heimildum um raunverulegu málnotkun sem á sér stað í dag. ÞON25110035

    Samþykkt

    Ásta Þöll Gylfadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga stafræns ráðs um aukið samstarf Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sviði stafrænnar þróunar. ÞON25110033

    Afgreiðslu frestað.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á skýrslu um kortlagningu tækifæra í hagnýtingu gervigreindar með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. ÞON25080019

    Brynjólfur Borgar Jónsson og Hildigunnur Hafsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

Fundi slitið kl. 15:27

Alexandra Briem Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Einar Sveinbjörn Guðmundsson Kristinn Jón Ólafsson

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Sandra Hlíf Ocares

Þorkell Sigurlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 26. nóvember 2025