Stafrænt ráð
Ár 2025, 12. nóvember, var haldinn 62. fundur stafræns ráðs. Fundurinn hófst í Hofi kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Kristinn Jón Ólafsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Jafnframt eftirtalið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs: Óskar Jörgen Sandholt og Eva Pandora Baldursdóttir. Sólveig Skaftadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands - Skjalavarsla og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa. ÞON25110011.
Árni Jóhannsson, Heiðar Lind Hansson, Njörður Sigurðsson og Óskar Þór Þráinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á áætlun um lokafrágang Borgarskjalasafns. ÞON24090019.
Andrés Erlingsson og Óskar Þór Þráinsson taka sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga stafræns ráðs, sbr. 1. lið fundargerðar ráðsins frá 24. september 2025, um sameiginlega ábendingagátt ríkis og sveitarfélaga ásamt umsögnum frá Stafrænu Íslandi, dags. 23. október 2025, og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, án dags. Lagt til að hefja greiningarvinnu.
Samþykkt.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Stafrænt ráð þakkar Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Stafrænu Íslandi fyrir sínar umsagnir og jákvætt viðhorf á fyrstu skrefum í greiningu á sameiginlegri ábendingargátt fyrir ríki og sveitarfélög. Mikilvægt er að halda áfram að stuðla að enn þéttara samstarfi borgar, sveitarfélaga og ríkis til að efla opinbera þjónustu og stuðla að hagkvæmni í rekstri. Í þessu verkefni er um að ræða skref til að gera stjórnsýsluna opnari og aðgengilegri á landsvísu þar sem íbúar geta á einfaldan hátt komið ábendingum á framfæri við rétta aðila. Auk þess verði tekið samtal um hvort tækifæri liggja í frekari samvinnu í næsta fasa um þjónustukerfi eða aðra þætti sem geta tengst ábendingargáttinni. Við hlökkum til næstu skrefa í greiningarvinnunni þar sem hagsmunaaðilar koma að borðinu. Markmiðið er skýrt: að móta ábendingavef sem einfaldar samskipti, stuðlar að betra aðgengi, eykur gagnsæi og eflir traust á opinberri þjónustu.
- Kl. 14:37 víkur Sandra Hlíf Ocares víkur af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram heimildarbeiðni um halda áfram með verkefnið Stafrænt vinnuafl dags. 16. október 2025. Lagt er til að stafrænt ráð samþykki verkefnið og að það sé skilgreint í fyrsta forgangi. ÞON24050039.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að þau verkefni sem þjónustu- og nýsköpunarsvið vinnur fyrir önnur svið, og stafrænt ráð samþykkir, sýni fram á að fjárhagslegur ábati endurspeglist í fjárhagsáætlunum viðkomandi sviða.
Fylgigögn
-
Lögð fram heimildarbeiðni um hefja verkefnið Námsumsjónarkerfi grunnskóla - fyrsti fasi. 9. október 2025. Lagt er til að stafrænt ráð samþykki verkefnið og að það sé skilgreint í fyrsta forgangi. ÞON25100081.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja þó áherslu á að þau verkefni sem að þjónustu- og nýsköpunarsvið vinnur fyrir sviðin og stafrænt ráð samþykkir, sýni fram á að fjárhagslegur ábati skili sér inn í fjárhagsáætlanir sviðana.
Fylgigögn
-
Framlagningu á bréfi mannréttindaskrifstofu, dags 3. nóv 2025, um stýrihóp um endurskoðun á fyrirkomulagi verkefnisins Hverfið mitt er frestað. MSS23010245.
-
Lagðar fram umsagnir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 22. október 2025, og skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. nóvember 2025, um útfærslu á tillögum um aðgerðir til að efla íbúalýðræði ásamt fylgiskjölum.
Agnes Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
- umsögn SBB vegna útfærslu tillögu um íbúalýðræði
- Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna um aðgerðir til að efla
- Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna um aðgerðir til að efla
- Útfærsla á tillögu um aðgerðir til að efla íbúalýðræði
-
Fram fer kynning á niðurstöðum borgaraþings Reykjavíkur. MSS25010177.
Agnes Guðjónsdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þema borgaraþings 2025 var kolefnishlutlaus borg og þakkar stafrænt ráð fyrir kynningu á niðurstöðum. Niðurstöður hvetja Reykjavíkurborg áfram í þeirri vinnu sem nú þegar hefur haft jákvæð áhrif á borgarlandið. Niðurstöður veita líka gott inntak sem mun skýra vegferðina fram á við til styrktar kolefnishlutlausrar borgar. Leggja fulltrúar Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins til að stýrihópur um lýðræðismál vinni samantekt um lærdóm borgaraþingsins.
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að endurskoða það fé sem varið er til íbúalýðræðis hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega skal horfa til þess að fara yfir skilvirkni hverrar aðgerða fyrir sig. Endurskoðun ætti að vera hluti af þeim aðgerðum sem valin eru til að auka lýðræði.
Fundi slitið kl. 15:40
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns
PDF útgáfa fundargerðar
Stafrænt ráð fundargerð fundur 62