Stafrænt ráð
Ár 2022, miðvikudaginn 26. október, var haldinn 6. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Rannveig Ernudóttir og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Karen María Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Óskar J. Sandholt.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi innkaupaskrifstofu. FAS22100234.
Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Dynamic Purchasing System (DPS). ÞON20120008.
Lena Mjöll Markusdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á heildrænni nálgun á upplýsingatækni, öryggi og eftirliti. ÞON22100050.
Friðþjófur Bergmann tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Microsoft 365 innleiðingu. ÞON21070025.
Loftur Steinar Loftsson og Sigurlaug Björg Stefánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Gagnahlaðborði Reykjavíkur. ÞON22020022.
Bryndís Eir Kristinsdóttir og Inga Rós Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 15:15 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundinum og tekur Sandra Hlíf Ocares sæti á fundinum í hans stað.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Húsnæðisuppbyggingarkorti. ÞON22100042.
Inga Rós Gunnarsdóttir, Kristinn Bjarnason og Þorbjörn Þórarinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 20. október 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hlunnindi til starfsmanna þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. september 2022. MSS22090010.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 20. október 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöður lögfræðinga á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. september 2022. MSS22090011.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gagnaleka, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. október 2022. MSS22080059.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:50
Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Björn Gíslason Andrea Helgadóttir
Rannveig Ernudóttir Sandra Hlíf Ocares
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
6. Fundargerð Stafræns ráðs frá 26. október 2022.pdf