Stafrænt ráð - Fundur nr. 57

Stafrænt ráð

Ár 2025, 27. ágúst, var haldinn 57. fundur stafræns ráðs. Fundurinn hófst á Höfðatorgi kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson og Tinna Helgadóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ásta Björg Björgvinsdóttir. Jafnframt eftirtalið starfsfólk þjónustu- og nýsköpunarsviðs: Eva Pandora Baldursdóttir, Þröstur Sigurðsson og Óskar Jörgen Sandholt. Sólveig Skaftadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilllaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um aðgerðir til að efla íbúalýðræði. MSS25060111. 

    Vísað til meðferðar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja verkefnið „Nýtt fjárhagskerfi. Dýpri greining“. Lagt er til að stafrænt ráð samþykki verkefnið og að það sé skilgreint í fyrsta forgangi. ÞON25080011. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja verkefnið „Innri þjónustugátt“ Lagt er til að stafrænt ráð samþykki verkefnið og að það sé skilgreint í fyrsta forgangi. ÞON25080012. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga um að hefja verkefnið Notendamiðuð gervigreindaraðstoð á vef. Lagt er til að stafrænt ráð samþykki verkefnið og að það sé skilgreint í fyrsta forgangi. ÞON25080010.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram heimildarbeiðni um hefja verkefnið Þýðingar 3.0 - Framtíð vélstuddra þýðinga og túlkunar. Lagt er til að stafrænt ráð samþykki verkefnið og að það sé skilgreint í fyrsta forgangi. ÞON25070217.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju heimildarbeiðni um að hefja verkefnið Framþróun og fjölbreytni á reykjavik.is. ÞON25030001.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á yfirlitsskýrslu fyrir stafrænt ráð. ÞON20060042.

    Eva Björk Björnsdóttir og Harpa Atladóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið

  8. Lagt fram erindisbréf, dags. 20. ágúst 2025, um verkefnaráð. ÞON20060042. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram lokaskýrsla um vefi grunnskóla Reykjavíkurborgar og aðra vefi skóla- og frístundasviðs. ÞON25080018. 

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samhæfing vefja grunnskóla Reykjavíkur er mikilvægt og metnaðarfullt verkefni. Það er nauðsynlegt til að tryggja samræmi í upplýsingagjöf, til að nýta samlegðaráhrif og ekki síst til að tryggja öryggi netkerfa. Í þessari vinnu var unninn ítarlegur undirbúningur og margt sem við lærðum í ferlinu. Nú hafa allir skólar sett inn grunnupplýsingar, en mismunur á því hversu hratt hefur gengið að setja inn ítarlegri upplýsingar. Við hvetjum skóla til þess að nýta vefinn og setja inn sínar upplýsingar, og biðja um stuðning til þess þar sem þess er þörf.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram erindi um nýtingu gervigreindar með SSH. ÞON25080019.

    Inga Rós Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Kl. 15:19 víkur Óskar J. Sandholt af fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:33

Alexandra Briem Ásta Björg Björgvinsdóttir

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Björn Gíslason

Einar Sveinbjörn Guðmundsson Friðjón R. Friðjónsson

Tinna Helgadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 27. ágúst 2025