Stafrænt ráð - Fundur nr. 55

Stafrænt ráð

Ár 2025, miðvikudaginn 13. júní, var haldinn 55. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson og Kristinn Jón Ólafsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eva Pandora Baldursdóttir og Óskar Sandholt. Fundarritari var Sólveig Skaftadóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt að nýju bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 23. maí 2025, um tillögu að umfjöllunarefni borgaraþings Reykjavíkur árið 2025, ásamt fylgigögnum, sbr. 6. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 28. maí 2025. MSS25010177.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram ársskýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2024. ÞON23080019.

    Gísli Guðmundsson og Sólveig Skaftadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.  

    Fylgigögn

    https://reykjavik.is/arsskyrsla/thon/2024 

  3. Lögð fram viðmið um notkun gervigreindar hjá Reykjavíkurborg. ÞON24090056.

    Vísað til umsagnar Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, Gervigreindarseturs Háskóla Íslands, Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík, Samtaka um mannvæna tækni og sviða Reykjavíkurborgar. 

  4. Lagt fram fundadagatal stafræns ráðs 2025 - 2026. ÞON23090021.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á Fylkinu. ÞON20060042.

    Eva Björk Björnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga um verkefnaval í stafrænni þjónustu, dags. 26. maí 2025. ÞON20060042.

    Samþykkt. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins styðja heimildarbeiðnir verkefnaráðs þjónustu og nýsköpunarsviðs til þeirra tíu verkefna sem Stafrænt ráð fjallaði um í dag og samþykkti í fyrsta forgang.  Um er að ræða verulegar fjárhæðir en verkefnin fela flest í sér sparnað á tíma og fjármunum borgarbúa. Verkefnin lúta að sameiningu kerfa, sjálfvirknivæðingu, greiðslulausnum, nýjum vefum og innleiðingu gagnaflæðis sem á að skila sér í aukinni yfirsýn, einfaldari þjónustuferlum og mælanlegum sparnaði. Samanlagður áætlaður tímasparnaður og fjárhagslegur ábati nemur tugum stöðugilda og getur skilað sér í sparnaði hundruðum milljóna króna yfir næstu ár. Við ítrekum þó að borgin fylgi eftir því sem sett er fram í ábatamötum. Það er grundvallaratriði að mælingar, árangursviðmið og raunávinningur komi fram með gagnsæjum hætti og verði hluti af reglubundinni eftirfylgni. Stafvæðing er ekki aðeins tækniverkefni í sjálfu sér,  hún verður að standa undir væntingum um betri og hagkvæmari þjónustu við borgarbúa.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja vinnu við tengingar á milli Búa og Minna síðna, dags. 4. júní 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON21070024.

    Samþykkt í 1. forgangi og vísað til meðferðar borgarráðs.

    Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  8. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja vinnu við framþróun SkólaBúa, dags. 4. júní 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON25040036.

    Samþykkt í 1. forgangi og vísað til meðferðar borgarráðs.

    Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  9. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja þrjú ný verkefni innan Minna síðna, dags. 3. júní 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON25050003.

    Samþykkt í 1. forgangi og vísað til meðferðar borgarráðs.

    Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  10. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja verkefnið Korta- og boðgreiðslur á Mínum síðum, dags. 16. maí 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON25050004.

    Samþykkt í 1. forgangi og vísað til meðferðar borgarráðs.

    Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  11. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja áframhaldandi vinnu við Ráðgjafann, dags. 2. júní 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON21070024.

    Samþykkt í 1. forgangi og vísað til meðferðar borgarráðs.

    Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  12. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja verkefnið Sameining Veitu, dags. 26. maí 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON24060037.

    Samþykkt í 1. forgangi og vísað til meðferðar borgarráðs.

    Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  13. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja fasa tvö vegna fundarumsjónarkerfis borgarstjórnar, dags. 2.júní 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON22120023.

    Samþykkt í 1. forgangi og vísað til meðferðar borgarráðs.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Stafrænt ráð leggur fram eftirfarandi bókun:

    Það er mikilvægt að klára innleiðingu á nýju fundarumsjónarkerfi borgarstjórnar sem hófst á síðasta kjörtímabili. Þó er rétt að árétta að áður en hægt er að hefja verkefnið er nauðsynlegt að fyrir liggi hver verður eigandi verkefnisins og hver greiðir rekstrarkostnað við kerfið.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja innleiðingu á rafrænum beiðnabókum, dags. 4. júní 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON25030018.

    Samþykkt í 1. forgangi.Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram heimildarbeiðni um að hefja verkefnið Framþróun og fjölbreytni á reykjavik.is, dags. 4. júní 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON25030001.

    Samþykkt í 2. forgangi og vísað til borgarráðs til kynningar.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram heimildarbeiðni um að þróa nýjan vef fyrir Borgarbókasafn, dags. 4. júní 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON25040009.

    Samþykkt í 1. forgangi og vísað til meðferðar í borgarráðs.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram heimildarbeiðni um aukna ráðstöfunarheimild fyrir stuðningskerfi velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 4. júní 2025, ásamt fylgigögnum. ÞON21120037.

    Samþykkt í 1. forgangi og vísað til meðferðar borgarráðs.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16:35

Alexandra Briem Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson

Friðjón R. Friðjónsson Kristinn Jón Ólafsson

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 13. júní 2025