Stafrænt ráð - Fundur nr. 54

Stafrænt ráð

Ár 2025, miðvikudaginn 28. maí, var haldinn 54. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:32. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson og Kristinn Jón Ólafsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Ýr Sævarsdóttir, Bryndís Kristjánsdóttir, Eva Pandora Baldursdóttir, Inga Rós Gunnarsdóttir, María Björk Hermannsdóttir, Ólafur Sólimann Helgason, Óskar Sandholt, Óskar Þór Þráinsson, og Þröstur Sigurðsson. Fundarritari var Lena Mjöll Markusdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra- og borgarritara, dags. 7. maí 2025, um kosningu í stafrænt ráð 6.5.2025. MSS22060158.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram breytingar á samþykkt stafræns ráðs, dags. 11. mars 2025. MSS23010279.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram 12 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2024. ÞON22080032.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir framlagt uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir árið 2024. Af uppgjörinu má ráða að tilefni er til athugasemda við framkvæmd fjármála og áætlanagerðar borgarinnar. Sérstaklega ber að hrósa þeim skrifstofum þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem haldið hafa sig vel innan fjárheimilda, s.s. gagnaþjónustu og upplýsinga- og skjalastýringu. Hins vegar vekur það áhyggjur að launakostnaður og annar rekstrarkostnaður sviðsins í heild sé verulega umfram áætlanir. Nettóútgjöld sviðsins námu 440 milljónum króna umfram fjárheimildir ársins, sem samsvarar 10,5% fráviki. Ljóst er að áætlanir hafa ekki staðist og að nauðsynlegt er að bæta ferla og samráð milli sviða borgarinnar. Óvæntar fjárhagslegar afleiðingar vegna ákvarðana eða breytinga á öðrum sviðum ættu ekki að bitna með þessum hætti á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Einnig ber að nefna að upplýsingagjöf vegna innkaupa yfir 10 milljónir króna án útboðs mætti vera skýrari og rökstuðningur ítarlegri. Brýnt að ráðist verði í umbætur á sviði áætlanagerðar, kostnaðareftirlits og samskipta milli sviða, til að tryggja ábyrga og gagnsæja meðferð fjármuna borgarbúa.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á fjárhags- og fjárfestingaáætlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2026. ÞON22080032.

  5. Framlagningu á minnisblaði Stafræns Íslands, dags. 18. mars 2025, er frestað. ÞON24080010.

  6. Lagt fram með afbrigðum bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 23. maí 2025, um tillögu að umfjöllunarefni borgaraþings Reykjavíkur árið 2025, ásamt fylgigögnum. MSS25010177.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    • Kl. 15:49 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundinum.
    • Kl. 15:56 víkur Björn Gíslason af fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:59

Alexandra Briem Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Einar Sveinbjörn Guðmundsson Friðjón R. Friðjónsson

Kristinn Jón Ólafsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 28. maí 2025