Stafrænt ráð
Ár 2025, miðvikudaginn 9. apríl 2025, var haldinn 52. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 13.31. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eva Pandora Baldursdóttir og Þröstur Sigurðsson.
Fundarritari var Sæþór Fannberg Sæþórsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um borgaraþing Reykjavíkur árið 2025. MSS25010177.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja taka fram að utanumhald um borgarþing er óljóst og hvernig ákvörðun um umræðuefni er tekin. Óljóst er hvert markmið hvers borgaraþings er og bent er á að ekki er búið að skila niðurstöðum síðasta þings, birta þær og leggja fram tillögur um málsmeðferð þeirra, líkt og fram kemur í 7. gr. reglna um borgaraþing. Eðlilegast væri að fara fyrst yfir síðasta borgaraþing sem haldið var í fyrra og greina hvað fór vel, hvað má gera betur og hverju á að sleppa, þannig að hægt sé að draga lærdóm af síðasta þingi og gera enn betur á næsta þingi.
Anna Kristinsdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
-
Lögð fram tillaga mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 3. apríl 2025, um námskeið fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk um leiðir til lýðræðisþátttöku. MSS25040021.
Samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Framsóknarflokks gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ekki rétt leið til að auka traust og virðingu borgarstjórnar að senda borgarfulltrúa og valið starfsfólk borgarinnar á tæplega tveggja milljón króna námskeið um leiðir til styrkja samtal á milli opinberra aðila og íbúa og auka lýðræðisþátttöku. Þeim sparnaði sem náðist með niðurlagningu íbúaráða verður ekki varið mörgum sinnum. Þá má benda á að námskeiðið verður haldið þegar tæpt ár er til loka kjörtímabilsins, ef réttlætanlegt þætti að eyða peningum borgarbúa til í þetta námskeið ætti frekar að halda það í byrjun næsta kjörtímabils til að gefa nýkjörnum borgarfulltrúum þau meintu tól og tæki til að efla samtal við borgarbúa sem því er ætlað að gera.
Anna Kristinsdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fundargerðar API. ÞON24090079.
Fylgigögn
-
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 3. apríl 2025, til að hefja verkefnið „nýtt mannauðs- og launakerfi“. ÞON24120004.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Trúnaður er um efni heimildarbeiðninnar þar til eftir meðferð borgarráðs.
-
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 20. mars 2025, til að halda áfram verkefni „Gagnaverkefni 2025“. ÞON22100022.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Trúnaður er um efni heimildarbeiðninnar þar til eftir meðferð borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.
Fulltrúar Pírata og Flokk fólksins leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.
Inga Rós Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 1. apríl 2025, til að hefja verkefnið „Framtíðaruppbygging reykjavik.is og tengdra kynningarvefsvæða“. ÞON25040002.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Trúnaður er um efni heimildarbeiðninnar þar til eftir meðferð borgarráðs.
- Kl. 15:47 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundinum.
-
Fram fer umræða um starfið á milli funda. ÞON23090021.
Fundi slitið kl. 16:07
Alexandra Briem Andrea Helgadóttir
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 9. apríl 2025