Stafrænt ráð - Fundur nr. 49

Stafrænt ráð

Ár 2025, miðvikudaginn 22. janúar, var haldinn 49. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eva Pandora Baldursdóttir, Óskar J. Sandholt og Sæþór Fannberg Sæþórsson.
Fundarritari var Edda Jónsdóttir 
 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stafrænu veski frá Osló. ÞON25010020.

    Håkon Rotvold, Jon Ramvi og Thea Pope taka sæti á fundinum undir þessum lið með
    rafrænum hætti.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir áhugaverða kynningu fulltrúa Oslóborgar á stafrænu veski sem meðal
    annars bætir til mikilla muna inngildingu innflytjenda til borgarinnar sem hafa þurft að
    bíða í 37 vikur eftir að fá stafrænt aðgengi að umsóknarferlum um þjónustu borgarinnar
    en sá tími styttist í aðeins 3 daga með þessu verkefni. Verkefnið er hluti af stefnumótun
    ESB en öll aðildarlönd sambandsins eiga að vera tilbúin með stafræn veski í þessum
    dúr árið 2026 og EES ríkin Noregur, Liechtenstein og Ísland ári síðar. Við teljum að í
    þessari innleiðingu felist gullið tækifæri til að samræma opinbera upplýsingainnviði,
    gagnaskil og afgreiðslutíma milli ríkis, sveitarfélaga, stofnana og annarra lögaðila og
    stytta þannig biðtíma og bæta þjónustu við almenning. Við hvetjum nýja ríkisstjórn til að
    taka þetta verkefni föstum tökum og lýsum okkur tilbúin til samstarfs um það. 
     

  2. Fram fer umræða um stafrænt borgarkort. ÞON24100032. 
     

  3. Fram fer kynning á öryggisbresti hjá Wise lausnum. ÞON25010021.

    Ársól Þóra Sigurðardóttir, Jón Kristinn Ragnarsson og Ólafur Sólimann Helgason taka
    sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

    Fylgigögn

  4. Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innkaup þjónustu- og
    nýsköpunarsviðs. MSS24110185.

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs. 
     

    Fylgigögn

  5. Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vottun þjónustu- og
    nýsköpunarsviðs. MSS24110184.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 
     

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021
     

Fundi slitið kl. 14:56

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Friðjón R. Friðjónsson Oktavía Hrund Jóns

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 22. janúar 2025