Stafrænt ráð - Fundur nr. 48

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 11. desember, var haldinn 48. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Margrét Ragnarsdóttir og Þröstur Sigurðsson. 

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna um sjálfsmat íbúaráðanna sbr. 1. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 27. nóvember 2024 ásamt fylgiskjölum. MSS24100022.

    Samþykkt og vísað til mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu til nánari útfærslu og kostnaðarmats. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á Great Place to Work vottun þjónustu- og nýsköpunarsviðs. ÞON24110020.

    Bryndís Kristjánsdóttir, Lena Mjöll Markusdóttir og Ólöf Björg Þórðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

     

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata lýsa yfir mikilli ánægju með Great Place to Work vottun þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar. Markmið vinnunnar er ekki síst að stuðla að góðri vinnustaðamenningu og gera Reykjavíkurborg að enn eftirsóknarverðari vinnustað. Ljóst er að áherslur á m.a. vellíðan starfsfólks og nýsköpunarmenningu eru í fararbroddi hér á landi.

     

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þó það sé skiljanlegt að það sé gagnlegt, jafnvel mikilvægt, að sýna fram á að þjónustu- og nýsköpunarsvið sé góður vinnustaður og gera hann aðlaðandi fyrir gott starfsfólk, en í samhengi við niðurskurðinn sem hefur verið og er að jafnaði verið að framkvæma á sviðum borgarinnar þá hlýtur að þurfa að staldra við hvert svona verkefni og hugsa sig um. Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands er efins um í því ljósi að rétt sé að stefna að því að gera þessa úttekt árlega eins og kynnt var. Reykjavíkurborg gerir árlegar ítarlegar starfsánægjukannanir sem geta sýnt þróunina á vinnustaðnum ef Great Place to Work yrði gert með lengra, en þó jöfnu, millibili. Mætti líta á meðal starfsaldur á sviðinu til hliðsjónar við ákvörðun á því tímabili. Það er þó mikilvægt í öllum könnunum af þessu tagi að úttektir séu gerðar með fyrir fram ákveðnu jöfnu millibili til þess að fá sem besta sýn á þróun mála og vekja traust á niðurstöðum þeirra.

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs dags. 3. október 2024, 21. október 2024 og 31. október 2024. ÞON20060042.

    Eva Björk Björnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram 9 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2024. ÞON22080032.

    María Björk Hermannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    • kl. 14:18 tekur Óskar Sandholt sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á samstarfi Reykjavíkurborgar, Íslenska ríkisins og sveitarfélaga um Mínar síður. ÞON24120003.

    Ásta Þöll Gylfadóttir og Sigurður Fjalar Sigurðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    • kl. 14:29 víkur Þröstur Sigurðsson af fundinum.

     

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stafrænt ráð Reykjavíkur fagnar þessu samstarfi, það er til mikils að vinna að samræma þjónustu hins opinbera og einfalda ferla sem snúa að íbúum. Eins er gott að geta leyft öðrum sveitarfélögum og ríkinu að njóta góðs af þeirri þróun sem unnin hefur verið hjá Reykjavíkurborg, að því marki sem það styður við þeirra þarfir.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning um samstarf Reykjavíkurborgar við Bloomberg Philathropies. ÞON20060045.

    Arnar Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

     

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfið við Bloomberg hefur verið ótrúlega árangursríkt og gjöfult fyrir Reykjavíkurborg. Þarna myndaðist verðmæt reynsla í stafrænni umbreytingu og þeirri menningar- og kerfisbreytingu sem nauðsynlega er hluti af henni. Sú reynsla nýtist okkur í öllum öðrum umbreytingarverkefnum sem nú eru í gangi og nýtist jafnframt öðrum borgum sem geta lært af okkar reynslu úr þessu samstarfi. Þess utan voru mikilvæg sértæk verkefni kláruð í þessu samstarfi sem hafa skilað sér í mun betri þjónustu til íbúa og betri nýtingar mannauðs, tíma og fjármagns. Þar ber að nefna Betri Borg fyrir Börn, en einnig tungumálakennsluverkefnið Sammála  og einföldun á ferli leyfisveitinga fyrir stofnun og rekstur fyrirtækja. Meirihlutinn þakkar Bloomberg sjóðnum fyrir gott samstarf sem hefur búið til mikla þekkingu og verðmæti sem Reykjavíkurborg mun búa að til langrar framtíðar, og sem mun einnig nýtast öðrum sveitarfélögum bæði innanlands og erlendis.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. desember 2024, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu verkefnisins Ábendingavefur Reykjavíkurborgar. ÞON24110026.

  8. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.

Fundi slitið kl. 15:30

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Friðjón R. Friðjónsson

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs 11.12.2024 - prentvæn útgáfa