Stafrænt ráð - Fundur nr. 46

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 13. nóvember, var haldinn 46. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:33. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Sæþór Fannberg Sæþórsson og Óskar Jörgen Sandholt.

Fundarritari var Edda Jónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á nýju eftirlitskerfi, Parking Enforcement System, fyrir Bílastæðasjóð. ÞON24110022.

    Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Bílastæðasjóði ber skylda til að gera ráð fyrir handhafakortum hreyfihamlaðra við eftirlit með stöðubrotum. Það er ánægjulegt að sjá að það hafa farið fram umræður með þeim aðilum sem koma til greina við framkvæmd, um lausn sem myndi ná langt að sinna þeirri skyldu, þar sem meðal annars þarf að vera einfalt að skrá fleiri en eitt bílnúmer, eða breyta skráningu eftir því hvaða bíl handhafi kortsins ferðast í hverju sinni. Það er jafnframt lykilatriði að kerfið verði auglýst og kynnt mjög vel þegar það fer í notkun, þannig að það sé enginn vafi hjá handhöfum slíkra korta um hvernig á að bera sig að við að skrá sig í kerfið og nota það.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á áætlanagerð hugbúnaðarþróunar, fjórða ársfjórðungs 2024. ÞON24110016.

    Dagrún Ósk Jónasdóttir og María Lovísa Ásmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á International Digital Rights Day. ÞON24110017.

    Eva Pandora Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stafrænt ráð tekur undir nauðsyn þess að halda á lofti mikilvægi mannréttinda í tengslum við stafrænar umbreytingar og fjórðu iðnbyltinguna. Það er gott og mikilvægt framtak að taka þátt í því að kynna stafræn réttindi og mikilvægi þeirra fyrir íbúum og starfsfólki borgarinnar, enda þurfum við að hafa þau í huga í allri stafrænni vegferð.

    Fulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir bókun stafræns ráðs en vill ítreka eftirfarandi: Mikilvægt er að auka meðvitund almennings um þá óheyrilegu hröðun hefur orðið í þróun tækni sem byggir á yfirgripsmikilli gagnaupptöku af internetinu, sem er nú þegar komin á alls ófyrirsjáanlegt stig á gríðarlega stuttum tíma, og áhrif þess á mannréttindi og persónulegt öryggi. Borgin þarf þó sjálf að ganga í fararbroddi þar sem hún hefur leyfi til vefbirtingar á höfundarvörnu efni sem er í þessum rituðu orðum algjörlega berskjaldað fyrir skröpun inn í gervigreindarmódel, til að mynda myndsköpunarmódel á borð við DALL-E (openAI), Stable Diffusion og Midjourney. Um birtingar á höfundarvörðu efni á vefjum borgarinnar gilda samningar sem þarf að uppfæra þegar í stað til að þeir standist tímans tönn, og það er afar mikilvægt að farið sé strax í aðgerðir til að verja slíkt efni fyrir þjófnaði inn í gervigreindarmódel áður en það veldur höfundum skaða, enda er slíkur þjófnaður óafturkræfur og skaðinn ófyrirsjáanlegur, möguleg afleiðing alger afkomubrestur fyrir listafólk sem verður fyrir slíku.

    Fylgigögn

  4. Kynningu á Great place to work vottun þjónustu- og nýsköpunarsviðs er frestað. ÞON24110020.

  5. Fram fer kynning á helstu áherslum og forgangsröðun stafrænna verkefna borgarinnar. ÞON24110018.

    Ásgrímur Már Friðriksson, Birgir Lúðvíksson, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Eyrún Ellý Valsdóttir, Erna Kristjánsdóttir, Halla María Lárusdóttir, Lára Aðalsteinsdóttir og Magnús Bergur Magnússon taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  6. Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 11. nóvember 2024, um að hefja að hefja verkefnið, Stafrænt borgarkort. ÞON24100032.

    Vísað til meðferðar borgarráðs.

    Salvör Gyða Lúðvíksdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  7. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.

    -        kl 16.05 víkja Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Alexandra Briem af fundinum.

  8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins sem er ný útgáfa ábendingavef Reykjavíkurborgar. Verkefnið var kynnt í janúar 2023 sem á lokametrum og innleiðing hæfist í mars 2023. Undir lok janúar 2024 var verkefnið kynnt á ný sem langt komið.  Nú í dag 13. nóvember 2024 birtist nýr ábendingavefur í kynningu stafrænna leiðtoga og sem eitt verkefna sem á að vinna í á árinu 2025.  Óskað er eftir upplýsingum um framgang verkefnisins, helstu áskoranir og kostnað. ÞON24110026.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Fundi slitið kl. 16:09

Kristinn Jón Ólafsson Andrea Helgadóttir

Björn Gíslason Friðjón R. Friðjónsson

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 13. nóvember 2024