Stafrænt ráð - Fundur nr. 45

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 23. október, var haldinn 45. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:35. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Edda Jónsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir, Óskar J. Sandholt og Þröstur Sigurðsson.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á ábatamati verkefna á þjónustu- og nýsköpunarsviði. ÞON24050003.

    Búi Bjarmar Aðalsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    • kl. 13:49 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Kynningu á þróunaráætlun fyrir næsta ársfjórðung er frestað. ÞON24100031.

  3. Fram fer umræða um stöðuna á stafrænu borgarkorti. ÞON24100018.

    Lára Aðalsteinsdóttir, Salvar Þór Sigurðsson og Salvör Gyða Lúðvíksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að snjallveskislausn mun svara stefnum og kröfum borgarinnar mun betur en app í samhengi við stafrænt borgarkort menningar- og íþróttasviðs. Áhugavert er að sjá skýran ávinning jafnt sem fjárhagslegan og í aukinni ánægju viðskiptavina af því að taka upp snjallveskislausn í stað plastkorta sem í dag eru notuð í sundlaugum, söfnum, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og víðar. Samkvæmt niðurstöðum úr skýrslu Vettvangs frá 2022 er eindregið ráðlagt gegn því að skoða app lausnir því þær skili slæmri upplifun notenda og mæti ekki væntingum borgarbúa. Þá sýna niðurstöður notendasamráðs skýran vilja fólks til að nota fremur snjallveskislausn. Fulltrúar meirihlutans í stafrænu ráði styðja að haldið verði áfram að vinna að undirbúningi snjallveskislausnar með það að markmiði að hún verði innleidd þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Samhliða verði skoðuð forgangsröðun stafrænna verkefna á fjármála- og áhættustýringarsviði og möguleikar þess að koma innleiðingu greiðslugáttar í forgang til þess að hámarka virði stafræna borgarkortsins fyrir íbúa og borgina.

  4. Fram fer umræða um gull verðlaun Reykjavíkurborgar á Seoul Smart City Prize fyrir verkefnið Betri borg fyrir börn. ÞON21100031.

    Hákon Sigursteinsson og Orri Freyr Rúnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  5. Lögð fram tillaga starfshóps um endurskoðun á reglum um skjölun og meðferð erinda, ásamt fylgigögnum, um að setja reglur um upplýsinga- og skjalastjórn Reykjavíkurborgar í samráð. ÞON23110006.
    Samþykkt.

    Óskar Þór Þráinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rafrænt innkaupabeiðnakerfi, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. október 2024. MSS24050116.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi svar:

    Fyrirspurnin er samhljóða annarri fyrirspurn sem lögð var fram og svarað sbr. 5. lið fundargerð stafræns ráðs frá 9. október 2024. Vísað er til þess svars fjármála- og áhættustýringarsviðs.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aukna samvinnu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. október 2024. MSS24100023.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi svar:

    Í öllum svörum þjónustu- og nýsköpunarsviðs við fyrispurnum sem og kynningum,  er farið hafa fram í stafrænu ráði, hefur ávallt verið hvatt til samstarfs ríkis og sveitarfélaga, þar sem það er viðeigandi, og því verið fagnað. Með vísan til framangreinds er ljóst að ekki er um stefnubreytingu að ræða.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins beina því til borgarráðs að fylgja verklagsreglum um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar, ítrekað koma fyrirspurnir til Stafræna ráðsins sem hafa verið áframsendar úr borgarráði sem uppfylla ekki formskilyrði. Stafrænt ráð hefur ekki heimild, reglum samkvæmt að vísa fyrirspurnum frá eða hafna þeim sem berast frá borgarráði, því er lágmark að þær fyrirspurnir sem berast ráðinu hafi verið yfirlesnar og gætt að formskilyrðum hjá borgarráði.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 17. október 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kort Reykjavíkurborgar. MSS24090106.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 17. október 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um heildarkostnað vegna stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. MSS24090022.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.

Fundi slitið kl. 15:50

Alexandra Briem Andrea Helgadóttir

Ásta Björg Björgvinsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 23. október 2024