Stafrænt ráð - Fundur nr. 43

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 25. september, var haldinn 43. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson og Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Kristinn Jón Ólafsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Edda Jónsdóttir og Þröstur Sigurðsson. 

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. september 2024, um drög að frumvarpi um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins. ÞON24090075.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga stafræns ráðs, dags. 25. september 2024, um opna vefþjónustu (API aðgang) fyrir fundargerðir Reykjavíkurborgar. ÞON24090079.

    Lagt er til að opna vefþjónustu (API aðgang) fyrir fundargerðir Reykjavíkurborgar, sem gerir tölvukerfum og notendum kleift að nálgast fundargerðir með sjálfvirkum hætti. Tilgangur þessa er að auka aðgengi að opinberum gögnum, stuðla að auknu gagnsæi í stjórnsýslu og auðvelda notendum að vinna með og nýta gögnin í eigin verkefnum. Því er lagt til að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir til að útfæra og innleiða opinn API aðgang að fundargerðum Reykjavíkurborgar, með það að markmiði að hann verði tekinn í notkun eigi síðar en 1. febrúar 2025.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að stafrænni stefnu Reykjavíkurborgar ásamt bréfi stýrihóps um mótun stafrænnar stefnu Reykjavíkurborgar, dags. 25. september 2024. ÞON24090056.
    Samþykkt.

    Birta Svavarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram 6 mánaða árshlutauppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2024. ÞON22080032.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á öryggismálum í upplýsingatækniþjónustu. ÞON24090099.

    Jón Kristinn Ragnarsson og Ólafur Sólimann Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stafrænt ráð leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja öryggi upplýsingatæknilegra innviða og beinir því til stýrihópsins sem vinnur að mótun stafrænnar stefnu Reykjavíkurborgar að hafa þetta sjónarmið að leiðarljósi í sinni vinnu.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18. september 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um eyðingu skjala. MSS24040169.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18. september 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vínkæli og ókeypis gosdrykki. MSS24040166.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18. september 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu stafrænna lausna varðandi nemendaskráningar ofl. í grunnskólum. MSS24050114.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 20. september 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna viljayfirlýsingar Reykjavíkurborgar um rafræn byggingarleyfi. MSS24050115.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um heildarkostnað vegna stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs 5. september 2024. MSS24090022.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um samnýtingu skólalausna, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. september 2024. MSS24090105.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi svar:
    Vísað er í svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18. september 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu stafrænna lausna varðandi nemendaskráningar ofl. í grunnskólum, sbr. 8. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 25. september 2024. MSS24050114.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kort Reykjavíkurborgar, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. september 2024. MSS24090106.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu Workplace, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. september 2024. MSS24090107.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi svar:

    Vísað er í svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um notkun Reykjavíkurborgar á Workplace, Google Workspace, Webex og Torginu, sbr. 10. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 10. apríl 2024. MSS24020087.

    Fylgigögn

  14. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.

Fundi slitið kl. 15:24

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Friðjón R. Friðjónsson Kristinn Jón Ólafsson

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 25. september 2024