Stafrænt ráð - Fundur nr. 42

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 11. september, var haldinn 42. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Kristinn Jón Ólafsson og Sandra Hlín Ocares. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ásta Björg Björgvinsdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eva Pandora Baldursdóttir, Lena Mjöll Markusdóttir og Þröstur Sigurðsson. 

Fundarritari var Edda Jónsdóttir

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning um landskerfi bókasafna. ÞON24090038.

    Lára Aðalsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á Snjallræði og Nýsköpunarviku. ÞON24090039.

    Hulda Hallgrímsdóttir og Óli Örn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Kl 14:05 víkur Þröstur Sigurðsson af fundinum og Óskar Sandholt tekur sæti í hans stað.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stafrænt ráð styður heilshugar við þátttöku Reykjavíkurborgar við Nýsköpunarvikuna og Snjallræði. Nýsköpunarvikan sýnir vel þá fjölbreyttu flóru nýsköpunar sem dafnar í borginni ár hvert og er Snjallræði mikilvægur hraðall í vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar. Um er að ræða mikilvæga brú frumkvöðla og nýsköpunar sem aðstoðar við að þróa þjónustu borgarinnar í takt við þær tækni- og vistkerfisbreytingar sem á samfélagið herja.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um samstarfssamning Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um Snjallræði. ÞON24090045.

  4. Lagðar voru fram fundargerðir verkefnaráðs, dags. 18. apríl 2024, 7. maí 2024, 30. maí 2024 og 19. júní 2024. ÞON20060042.

    Eva Björk Björnsdóttir og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á Regnbogavottun Þjónustu- og nýsköpunarsviðs. ÞON24090037.

    Bryndís Kristjánsdóttir, Ólöf Björg Þórðardóttir og Þórhildur Elínard. Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stafrænt ráð óskar Þjónustu- og Nýsköpunarsviði til hamingju með Regnbogavottunina en þetta er í fyrsta sinn sem svið fer í gegnum og hlýtur Regnbogavottun í heild sinni. Sú vinna, fræðsla og samtal sem eiga sér stað í þessu vottunarferli eru gífurlega mikilvæg og við erum stolt af því að sjá aðgerðaáætlunina sem vinnan skilaði verða að veruleika. Við hvetjum önnur svið og starfsstaði borgarinnar til þess að fara í þessa vottun.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á Hönnu, stafrænu hönnunarkerfi Reykjavíkurborgar. ÞON24090041.

    Már Örlygsson og Ólafur Sólimann Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á Til þjónustu reiðubúin, ráðstefna um opinbera þjónustu. ÞON24090040.

    Arna Ýr Sævarsdóttir og Orri Freyr Rúnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  8. Lagt er fram erindisbréf um stofnun verkefnahóps um flutning verkefna frá Borgarskjalasafni til Þjóðskjalasafns. ÞON24090019.

    Fylgigögn

  9. Lagt er fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stafræna vegferð Reykjavíkurborgar. MSS24060127.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.

Fundi slitið kl. 15:40

Alexandra Briem Andrea Helgadóttir

Ásta Björg Björgvinsdóttir Björn Gíslason

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares

Sara Björg Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs nr. 42