Stafrænt ráð
Ár 2024, miðvikudaginn 28. ágúst, var haldinn 41. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Edda Jónsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir og Óskar J. Sandholt.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram fundardagatal stafræns ráðs 2024 - 2025. ÞON2309002.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stafræns ráðs sveitarfélaga, dags. 16. ágúst 2024.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Jónsmessunefnd. ÞON24080010.
-
Fram fer kynning á Laufeyju - nýju umsóknakerfi fyrir stjórnendur Reykjavíkurborgar. ÞON24080011.
Arnar Þór Björnsson, Halldór Gíslason, Haraldur Gíslason og Ólafur Sólimann Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á ítarleit í fundargerðum. ÞON24080012.
Guðrún Jóhannesdóttir og Hreinn Valgerðar Hreinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Styrkjagátt Reykjavíkurborgar. ÞON23100086.
Eva Pandora Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 26. ágúst 2024, um að hefja annan fasa innleiðingar á nýju starfsumsóknakerfi fyrir Reykjavíkurborg. ÞON24080013.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Salvör Gyða Lúðvíksdóttir og Hallgrímur Andri Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 26. ágúst 2024, um að framkvæma verkefni um rafvæðingu mannauðsferla. ÞON23090029.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Salvör Gyða Lúðvíksdóttir og Hallgrímur Andri Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um eyðingu skjala sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. apríl 2024. MSS24040169.
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um heildarkostnað vegna stafrænnar umbreytingu Reykjavíkurborgar, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. apríl 2024. MSS24040165.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi svar:
Heildarkostnaður þjónustu- og nýsköpunarsviðs vegna verkefna í stafrænni umbreytingu frá stofnun sviðsins árið 2019 og fram til júní 2024 er kr. 12,8 ma.kr. Skipting milli ára er eftirfarandi: Heildarkostnaður ársins 2019 var kr. 1,04 ma.kr. Heildarkostnaður ársins 2020 kr. 1,22 ma.kr. Heildarkostnaður ársins 2021 kr. 2,46 ma.kr. Heildarkostnaður ársins 2022 kr. 3,46 ma.kr. Heildarkostnaður ársins 2023 kr. 3,32 ma.kr. Heildarkostnaður ársins 2024 (janúar - júní) var 1,31 ma.kr. Áætlaður heildarkostnaður fyrir árið 2024 er 2,6 ma.kr.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vínkæli og ókeypis gosdrykki, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. apríl 2024. MSS24040166.
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innkaupabeiðnir, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. maí 2024. MSS24050116.
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs og til innkaupa- og framkvæmdaráðs til upplýsinga.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu stafrænna lausna varðandi nemendaskráningar ofl. í grunnskólum, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. maí 2024. MSS24050114.
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viljayfirlýsingar Reykjavíkurborgar um rafræn byggingarleyfi , sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. maí 2024. MSS24050115.
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viljayfirlýsingar Reykjavíkurborgar um endurskipulagningu þjónustu- og nýsköpunarsviðs , sbr. 57. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2024. MSS24060120.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi svar:
Ekki er fyrirhuguð endurskipulagning né niðurskurður á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Starfsemi sviðsins mun áfram ráðast af þeim fjárheimildum sem til staðar eru á hverjum tíma.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stafræna vegferð Reykjavíkurborgar, sbr. 62. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2024. MSS24060127.
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um um trúnaðarmerkt skjöl stafræns ráðs, sbr. 58. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2024. MSS24060123.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi svar:
Heimildarbeiðnir frá þjónustu- og nýsköpunarsviði eru lagðar fram í stafrænu ráði til upplýsingar þaðan sem þeim er vísað í borgarráð til afgreiðslu. Heimildarbeiðnir eru trúnaðarmál þangað til borgarráð hefur lokið afgreiðslu þeirra.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um beiðnakerfi, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. júní 2024. MSS24060027.
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs og til innkaupa- og framkvæmdaráðs til upplýsinga.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um starfið milli funda.
ÞON23090021.
Fundi slitið kl. 16:00
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Björn Gíslason Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson Sanna Magdalena Mörtudottir
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 28. ágúst 2024