Stafrænt ráð - Fundur nr. 40

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 12. júní, var haldinn 40. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Sandra Hlíf Ocares og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Andri Geirsson, Lena Mjöll Markusdóttir, María Björk Hermannsdóttir og Þröstur Sigurðsson. Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verklagi við fjárhagsáætlunarvinnu. ÞON22080032.

    Anna Guðmunda Andrésdóttir og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    - kl. 13:32 tekur Kristinn Jón Ólafsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram 3 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2024. ÞON22080032.

    Fylgigögn

  3. Fram fer vinnustofa fyrir fjárhagsáætlanagerð. ÞON22080032.

    Arna Ýr Sævarsdóttir, Fjóla Kristín Traustadóttir, Inga Rós Gunnarsdóttir, Magnús Sigurðsson, Óskar Þór Þráinsson og Sunna Guðrún Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    - kl. 15:30 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum í hans stað með rafrænum hætti.

  4. Lögð fram drög að reglum um rafræna vöktun Reykjavíkurborgar ásamt bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. maí 2024. ÞON24050033.

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

     

    Sæþór Fannberg Sæþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er mikilvægt að til séu aðgengilegar og skýrar reglur um rafræna vöktun á vegum Reykjavíkurborgar, þar sem tilgangur og notkun eru skýrt skilgreind. Mikilvægt er að notkun rafrænnar vöktunar sé ekki meiri en nauðsynlegt er, að aðgangur að og varðveisla gagna sem til verða við þá vöktun fylgi skýrum reglum sem fara að lögum um persónuvernd. Eins er mikilvægt að sá tæknibúnaður sem notaður er við slíka vöktun fylgi stöðlum, sé sambærilegur við kerfi borgarinnar og opni ekki á hættu á öryggisbrestum, en í gildi eru reglur um búnað sem fái aðgang að innri kerfum. Mikilvægt er í kjölfarið að svið og skrifstofur borgarinnar sem notast við rafrænt eftirlit setji sér nánari reglur í samræmi við þær sem hér eru.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram beiðni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. júní 2024, um frest á skilum stýrihóps um endurskoðun á verkefninu Hverfið mitt og frestun á hugmyndasöfnun í verkefninu Hverfið mitt. MSS23010245.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveim atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og vísað til borgarráðs.

     

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Stýrihópurinn hefur haft rúman tíma til þess að skila sínum niðurstöðum, nú er rúmt ár síðan að hann tók til starfa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að umfang hans sé ekki það stórt að það réttlæti þennan óhóflega drátt á niðurstöðum. Óskað er eftir því að lagðar verði fyrir ráðið fundargerðir starfshópsins og óskað eftir nánari útskýringum á því af hverju þessi vinna hefur tafist.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram ársskýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023. ÞON23080019.

    - kl. 16:10 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundinum.

  7. Lögð fram trúnaðarmerkt heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 3. júní 2024. ÞON24050039.

  8. Lögð fram trúnaðarmerkt heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 30. maí 2024. ÞON23080023.

    Ágústa Rós Árnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  9. Lögð fram trúnaðarmerkt heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 4. júní 2024. ÞON24020023.

    Ágústa Rós Árnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  10. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 4. júní 2024. ÞON24050037.

    Ingunn Eyþórsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    - kl 16:13 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundinum.

  11. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. júní 2024. ÞON24060022.

    Ásta Þöll Gylfadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  12. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. júní 2024. ÞON24040004

    Sigurður Fjalar Sigurðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    - kl. 16:20 víkur Kristinn Jón Ólafsson af fundinum.

    - kl. 16:23 víkur Sara Björg Sigurðardóttir af fundinum.

Fundi slitið kl. 16:30

Alexandra Briem Andrea Helgadóttir

Ásta Björg Björgvinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs frá 12. júní 2024