Stafrænt ráð - Fundur nr. 4

Stafrænt ráð

Ár 2022, miðvikudaginn 5. október, var haldinn 4. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:03. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Stekk: Kristinn Jón Ólafsson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Björn Gíslason, og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Jórunn Pála Jónasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt og Dagbjört Hákonardóttir. Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. september 2022, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 20. september 2022, á samþykkt fyrir stafrænt ráð. MSS22080221.

    Bjarni Þóroddsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    -    kl. 13:06 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. september 2022, um tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðgengi að gögnum á vef Reykjavíkurborgar, sbr. 57. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. júní 2022. MSS22060177.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á skrifstofu upplýsingatækniþjónustu. ÞON22100007.

    Friðþjófur Bergmann, Halldór Gíslason, Kjartan Kjartansson og Loftur Steinar Loftsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á lögfræðiþjónustu þjónustu- og nýsköpunarsviðs. ÞON22090006.

    Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Helen Símonardóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á Google Workspace for Education Plus og úttekt Persónuverndar. SFS22040012.

    Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Helen Símonardóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á Stafrænni Grósku. ÞON22090051.

    Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Helen Símonardóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á Mixtúru. ÞON22100013.

    Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Helen Símonardóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á rafrænum byggingarleyfisumsóknum. ÞON22080002.

    Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Eyrún Ellý Valsdóttir og Sigrún Erla Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stafræna umbreytingu á skráningu máltíða starfsmanna, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. september 2022. MSS22090057.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stafrænt mælaborð leikskóla, sbr. 17. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 14. september 2022. ÞON22090038.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við umbreytingarverkefni fyrir leikskólainnritun, sbr. 18. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 14. september 2022. ÞON22090039.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um verkefni I-teymis, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. september 2022. MSS22090055.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:35

Kristinn Jón Ólafsson Andrea Helgadóttir

Björn Gíslason Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Jórunn Pála Jónasdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
4. Fundargerð Stafræns ráðs frá 5. október 2022.pdf