Stafrænt ráð - Fundur nr. 32

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 14. febrúar, var haldinn 32. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Skúli Helgason og Sturla Freyr Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. janúar 2024, um frestun á skilum tillagna stýrihóps um mótun tillagna vegna aðgerða í lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. MSS23090167.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram þjónustukönnun íbúa, dagsett í desember 2023, framkvæmd af Maskínu. MSS21110030.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þjónustukönnun sem gerð var meðal íbúa Reykjavíkur í desember síðastliðnum sýnir með skýrum hætti að þeim tugum milljóna króna sem varið er í íbúaráð Reykjavíkur er ekki vel varið. Heillavænlegast væri að leggja íbúaráðin niður og nýta fjármagnið betur í þjónustu við borgarbúa.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 9. febrúar 2024, um leiðbeiningar fyrir samráðsgátt Reykjavíkurborgar. MSS23110098.

    - kl. 14:30 víkja Anna Kristinsdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir af fundinum.

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samráð við íbúa er mjög mikilvægt, og nýrri samráðsgátt er ætlað að efla og bæta það samráð og gera íbúum auðveldara að taka þátt í ákvarðanatöku og er byggt á grunni frá island.is. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar sem ætlað er að hámarka nýtni af þessu nýja verkfæri.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að gæta að því í nýrri samráðsgátt Reykjavíkurborgar að svið borgarinnar geti einnig sent inn umsagnir í gegnum kerfið og þannig sé tryggt að allar umsagnir séu á sama stað og algjört gagnsæi sé til staðar. Þetta verkefni er gott dæmi um hversu dýrmætt það getur verið að vera í samráði og samvinnu við Stafrænt Ísland.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á stöðu stafrænna verkefna í ráðhúsinu. ÞON24020011.

    Birgir Lúðvíksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram samantekt samstarfs sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu, dags. 8. janúar 2024. MSS24010052.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fögnum þeirri samvinnu sem er í gangi innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá stafræna umbreytingarteyminu. Það er ánægjulegt að sjá verkefni eins og rafrænt umsóknarkerfi um fjárhagsaðstoð sem var þróað innan Reykjavíkurborgar skalast upp sem þjónustulausn hjá öðrum sveitarfélögum og að stafrænir leiðtogar að fyrirmynd borgarinnar eru farnir að leiða umbreytingu hjá sínum sveitarfélögum til að betrumbæta þjónustu gagnvart íbúum á landsvísu. Það er tilhlökkunarefni að taka þátt í enn þéttara samtali og samvinnu um samnýtingu stafrænna innviða fram á við.

    - kl. 15:15 víkur Sturla Freyr Magnússon af fundinum og kl. 15:26 tekur Andrea Jóhanna Helgadóttir sæti á fundinum í hans stað.

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram verklagsreglur um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. janúar 2024. MSS23090170.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit yfir heimildarbeiðnir þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem lagðar voru fram í borgarráði 25. janúar 2024. ÞON23090021.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. janúar 2024, við fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um kostnað vegna framkvæmdra verkefna innan Betri Reykjavíkur sbr. 10. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 27. september 2023. ÞON23090044.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. febrúar 2024, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðræður vegna Þjóðskjalasafns, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um þróun og rekstur borgarskjalasafns, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. mars 2023, og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um flutning gagna frá Borgarskjalasafni til Þjóðskjalasafns, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. ágúst 2023. ÞON23010028.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.

    - kl. 15:45 víkur Skúli Helgason af fundinum.

  11. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stafræna vegferð Reykjavíkurborgar, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. janúar 2024. MSS24010106.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi skipulagsbreytingar á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2024. MSS24010208.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi kvartanir um kynferðislega áreitni á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2024. MSS24010208.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að vísa fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi kvartanir um kynferðislega áreitni á þjónustu- og nýsköpunarsviði frá með vísan til 2. gr. samþykktar fyrir stafrænt ráð Reykjavíkurborgar og til 57. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Tillagan er felld með 4 atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verklagsreglur og samþykktir Reykjavíkurborgar eru skýrar með fyrirspurnir frá kjörnum fulltrúum, hver tilgangur þeirra og innihald er. Skýrt er að það er ekki á verksviði ráða og nefnda að fjalla um einstök starfsmannamál sviða og því ber að vísa svona fyrirspurnum frá. Reykjavíkurborg gerir reglulega starfsánægjukannanir þar sem spurt er út í áreiti, einelti o.s.frv. Eru þær kannanir opnar kjörnum fulltrúum sem og borgarbúum.

    Fulltrúar Framsóknarflokks, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ljóst er að ekki er full sátt á því hvað sé eðlilegt að leggja fram í formi fyrirspurna, eða með hvaða hætti sé hægt að afgreiða slíkar fyrirspurnir. Það þarf að kanna í framhaldinu svo að verklag á fyrirspurnum sé skýrt.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi Gróðurhúsið, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2024. MSS24010208.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi verktaka á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2024. MSS24010208.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi kostnað vegna ráðstefnuhalds, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2024. MSS24010208.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi viðburði fyrir starfsfólk á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2024. MSS24010208.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl 16:20

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Friðjón R. Friðjónsson

Kristinn Jón Ólafsson Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 14. febrúar 2024