Stafrænt ráð - Fundur nr. 30

Stafrænt ráð

Ár 2023, miðvikudaginn 13. desember, var haldinn 30. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:32. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson og Skúli Helgason. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt.

Fundarritari var Aldís Geirdal Sverrisdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Kynningu um ráðgjöf borgarbúa er frestað. ÞON23120016.

  2. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. desember 2023, um 9 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023. ÞON22080032.

    María Björk Hermannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn stafræns ráðs, dags. 7. desember 2023, um tillögu borgarstjóra um samstarf við KLAK-Icelandic Startups um framkvæmd Hringiðu og Gulleggsins. Einnig lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 16. október 2023, um samstarf við KLAK-Icelandic Startups um framkvæmd Hringiðu og Gulleggsins, ásamt fylgiskjölum. MSS21120164.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram minnisblað starfshóps um endurskoðun reglna um almennar aðgangstakmarkanir að efni á veraldarvef, dags. 8. desember 2023. ÞON23110005.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindisbréf vegna starfshóps um endurskoðun á reglum um tölvunotkun. ÞON23120001.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tilkynning um afgreiðslu, dags. 23. nóvember 2023, tillögu um menningar- og samfélagshús á Ártúnshöfða. Einnig lagt fram erindisbréf vegna starfshóps um menningar- og samfélagshús á Ártúnshöfða. MSS23050012.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 28. nóvember 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um starfsmannamál þjónustu- og nýsköpunarsviðs sbr. 7. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 23. ágúst 2023. MSS23060143.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 28. nóvember 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um öryggi upplýsingatækni innviða sbr. 8. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 23. ágúst 2023. MSS23060045.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. desember 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um atvinnuauglýsingar þjónustu- og nýsköpunarsviðs sbr. 8. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 10. maí 2023. MSS23040239.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. desember 2023, við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar um enska útgáfu af Mínum síðum sbr. 12. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 11. október 2023. ÞON23100043.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stafrænt mælaborð leikskóla, sbr. 17. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 14. september 2022. Einnig lögð fram umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. desember 2023, um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stafrænt mælaborð leikskóla. ÞON22090038.

    Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi breytingatillögu:

    Þjónustu- og nýsköpunarsviði verði falið að smíða stafrænt mælaborð sem birt verði á vef Reykjavíkur og aðgengilegt af reykjavik.is/leikskolar þar sem fram kemur eftirfarandi: 1.) Hve mörg börn á aldrinum 0-5 ára búa í hverju grunnskólahverfi fyrir sig, greint eftir aldri barnanna. 2.) Hve mörg leikskólarými séu í borgarreknum leikskólum í hverju grunnskólahverfi. Tölur verði uppfærðar að minnsta kosti ársfjórðungslega. Eftir birtingu ofangreindra upplýsinga verði næsta skref með þeim hætti að birt verði: Hve mörg börn í hverju grunnskólahverfi hafa hafið leikskólavist. Þá verði bætt við upplýsingum úr nýju innritunarkerfi leikskóla sem er í smíðum þegar smíði þess er lokið þannig að allir borgarbúar sjái með lifandi hætti tölfræðilegar upplýsingar um stöðu innritana og fjölda plássa í leikskólum borgarinnar.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. desember 2023, um erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs á dagskrá borgarráðs 14. desember 2023. Trúnaðarmál. ÞON23090021.

  13. Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.

Fundi slitið kl. 13:57

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 13. desember 2023