Stafrænt ráð
Ár 2023, miðvikudaginn 13. desember, var haldinn 30. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:32. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson og Skúli Helgason. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt.
Fundarritari var Aldís Geirdal Sverrisdóttir.
Þetta gerðist:
-
Kynningu um ráðgjöf borgarbúa er frestað. ÞON23120016.
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. desember 2023, um 9 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023. ÞON22080032.
María Björk Hermannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn stafræns ráðs, dags. 7. desember 2023, um tillögu borgarstjóra um samstarf við KLAK-Icelandic Startups um framkvæmd Hringiðu og Gulleggsins. Einnig lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 16. október 2023, um samstarf við KLAK-Icelandic Startups um framkvæmd Hringiðu og Gulleggsins, ásamt fylgiskjölum. MSS21120164.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað starfshóps um endurskoðun reglna um almennar aðgangstakmarkanir að efni á veraldarvef, dags. 8. desember 2023. ÞON23110005.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindisbréf vegna starfshóps um endurskoðun á reglum um tölvunotkun. ÞON23120001.
Fylgigögn
-
Lögð fram tilkynning um afgreiðslu, dags. 23. nóvember 2023, tillögu um menningar- og samfélagshús á Ártúnshöfða. Einnig lagt fram erindisbréf vegna starfshóps um menningar- og samfélagshús á Ártúnshöfða. MSS23050012.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 28. nóvember 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um starfsmannamál þjónustu- og nýsköpunarsviðs sbr. 7. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 23. ágúst 2023. MSS23060143.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 28. nóvember 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um öryggi upplýsingatækni innviða sbr. 8. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 23. ágúst 2023. MSS23060045.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. desember 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um atvinnuauglýsingar þjónustu- og nýsköpunarsviðs sbr. 8. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 10. maí 2023. MSS23040239.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. desember 2023, við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar um enska útgáfu af Mínum síðum sbr. 12. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 11. október 2023. ÞON23100043.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stafrænt mælaborð leikskóla, sbr. 17. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 14. september 2022. Einnig lögð fram umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 6. desember 2023, um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stafrænt mælaborð leikskóla. ÞON22090038.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi breytingatillögu:
Þjónustu- og nýsköpunarsviði verði falið að smíða stafrænt mælaborð sem birt verði á vef Reykjavíkur og aðgengilegt af reykjavik.is/leikskolar þar sem fram kemur eftirfarandi: 1.) Hve mörg börn á aldrinum 0-5 ára búa í hverju grunnskólahverfi fyrir sig, greint eftir aldri barnanna. 2.) Hve mörg leikskólarými séu í borgarreknum leikskólum í hverju grunnskólahverfi. Tölur verði uppfærðar að minnsta kosti ársfjórðungslega. Eftir birtingu ofangreindra upplýsinga verði næsta skref með þeim hætti að birt verði: Hve mörg börn í hverju grunnskólahverfi hafa hafið leikskólavist. Þá verði bætt við upplýsingum úr nýju innritunarkerfi leikskóla sem er í smíðum þegar smíði þess er lokið þannig að allir borgarbúar sjái með lifandi hætti tölfræðilegar upplýsingar um stöðu innritana og fjölda plássa í leikskólum borgarinnar.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. desember 2023, um erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs á dagskrá borgarráðs 14. desember 2023. Trúnaðarmál. ÞON23090021.
-
Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.
Fundi slitið kl. 13:57
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Björn Gíslason
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Friðjón R. Friðjónsson
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 13. desember 2023