Stafrænt ráð - Fundur nr. 3

Stafrænt ráð

Ár 2022, miðvikudaginn 14. september, var haldinn 3. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt og Karen María Jónsdóttir.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. september 2022, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 6. september 2022, á því að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti í stafrænu ráði stað Alexöndru Briem og að Alexandra taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Elísabetar. Jafnframt var samþykkt að Kristinn Jón Ólafsson verði kjörinn formaður ráðsins. MSS22060158

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 17. ágúst 2022, um árshlutauppgjör - sex mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2022. ÞON22080032

    Fylgigögn

  3. Lögð fram skýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs um verkefnið Betri borg fyrir börn: Skólaþjónusta á Barnamenningarhátíð og Hönnunarmars 2022, dags. í júlí 2022. ÞON22040022

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindisbréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs um stofnun starfshóps vegna greiningu á þjónustu í þjónustuveri, dags. 5. september 2022. ÞON22080047

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um verkefni atvinnu- og borgarþróunarteymis, sbr. 10. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 24. ágúst 2022. ÞON22080053

    Vísað til meðferðar forsætisnefndar.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa flokks fólksins um stafrænar lausnir við umsóknir tengdum leikskólum, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. ágúst 2022. MSS22080171

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs. 

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hlunnindi til starfsmanna þjónustu- og nýsköpunarsvið, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. september 2022. MSS22090010

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöður lögfræðinga á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. september 2022. MSS22090011

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning á skrifstofu gagnaþjónustu og grunngagnaverkefnum. ÞON22080041

    Inga Rós Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Fram fer kynning á aðferðarfræði verkefnaráðs þjónustu- og nýsköpunarsviðs, Fylkinu og forgangsröðun stafrænna verkefna. ÞON20060042

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Fram fer kynning á Hverfinu mínu og tímalínu verkefnisins árið 2022. MSS22020075

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið auk Önnu Kristinsdóttur og Eiríks Búa Halldórssonar sem taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  12. Fram fer kynning á nýjum vef lýðræðisgátta Reykjavíkurborgar. MSS22080257

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið auk Önnu Kristinsdóttur og Eiríks Búa Halldórssonar sem taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  13. Fram fer kynning á útgáfu kynningarrits um lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar. MSS21110030

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið auk Önnu Kristinsdóttur og Eiríks Búa Halldórssonar sem taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  14. Fram fer kynning á Bloomberg samstarfinu 2021 - 2024. ÞON21100031

    Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Mai-Ling Garcia sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

  15. Fram fer kynning á stöðu verkefnisins Betri borg fyrir börn. ÞON21100031

    Arna Ýr Sævarsdóttir, Gró Einarsdóttir, Orri Freyr Rúnarsson og Tindur Óli Jensson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf borgarskjalavarðar um frumkvæðisathugun Borgarskjalasafns Reykjavíkur á skjalavörslu í Austurbæjarskóla, dags. 1. september 2022, ásamt frumkvæðisathugun nr. 1/2021 um skjalavörslu Austurbæjarskóla, dags. 26. ágúst 2022. ÞON22090009

    Svanhildur Bogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 15:59 víkur Skúli Helgason af fundinum.

    -    Kl. 16:04 víkur Karen María Jónsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  17. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Þjónustu- og nýsköpunarsviði verði falið að smíða stafrænt mælaborð sem birt verði á vef Reykavíkur og aðgengilegt af reykjavik.is/leikskolar þar sem fram kemur eftirfarandi: 1.) Hve mörg börn á aldrinum 0-5 ára búa í hverju grunnskólahverfi fyrir sig, greint eftir aldri barnanna. 2.) Hve mörg leikskólarými séu borgarreknum leikskólum í hverju grunnskólahverfi. Tölur verði uppfærðar að minnsta kosti ársfjórðungslega. Eftir birtingu ofangreindra upplýsinga verði næsta skref með þeim hætti að birt verði: 1.) Hve mörg börn í hverju grunnskólahverfi hafa hafið leikskólavist. 2.) Hlutfall barna sem hefur leikskólavist í heimahverfi. Þriðja skref verði með þeim hætti að bætt verði við upplýsingum frá skipulagssviði um hve margar íbúðir séu í byggingu þannig hægt verði að gera grófa spá fyrir um þörf á skóla- og leikskólarýmum í hverju grunnskólahverfi fyrir sig. Þá verði bætt við upplýsingum úr nýju innritunarkerfi leikskóla sem er í smíðum þegar smíði þess er lokið þannig að allir borgarbúar sjái með lifandi hætti tölfræðilegar upplýsingar um stöðu innritana og fjölda plássa í leikskólum borgarinnar. ÞON22090038

    Frestað.

  18. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Á fundi stafræns ráðs þann 24. ágúst s.l. var nýtt umbreytingarverkefni fyrir leikskólainnritun kynnt meðlimum ráðsins án þess að kostnaður við kerfið lægi fyrir. Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað við verkefnið. ÞON22090039

Fundi slitið kl. 16:10

Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð stafræns ráðs nr. 3_1.pdf