No translated content text
Stafrænt ráð
Ár 2023, 11. desember, var haldinn 264. fundur skóla- og frístundaráðs og 29. fundur stafræns ráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 15.48. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi fyrir hönd skóla- og frístundaráðs: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir (P), Guðný Maja Riba (S), Helgi Áss Grétarsson (D), Sabine Leskopf (S) og Stefán Pálsson (V). Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi fyrir hönd stafræns ráðs: Alexandra Briem formaður (P), Andrea Jóhanna Helgadóttir (J), Ásta Björg Björgvinsdóttir (B) og Skúli Helgason (S). Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Björn Gíslason (D), Friðjón R. Friðjónsson (D), Kristinn Jón Ólafsson (P) og Marta Guðjónsdóttir (D). Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar skóla- og frístundaráðs voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum, Arndís Steinþórsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Helgi Eiríksson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva, Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum, Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Þröstur Flóki Klemensson, Reykjavíkurráð ungmenna. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn: Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Óskar J. Sandholt sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Arna Ýr Sævarsdóttir, Eygló Traustadóttir, Bryndís Eik Kristinsdóttir, Frans Páll Sigurðsson, Sigurður Fjalar Sigurðarson, Guðrún Edda Bentsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Halla María Ólafsdóttir, Jón Hafsteinn Jóhannsson, Ólafur Brynjar Bjarkason, Soffía Pálsdóttir og Tindur Óli Jensson. Eftirtalið starfsfólk tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Eva Pandora Baldursdóttir. Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning og umræða um stafræna umbreytingu á skóla- og frístundasviði. ÞON23120011
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans á sameiginlegum fundi skóla og frístundaráðs og stafræns ráðs þakka fyrir ítarlega kynningu á þeim fjölmörgu verkefnum sem unnin hafa verið undir formerkjum stafrænnar umbreytingar á skóla – og frístundasviði. Á undanförnum misserum hefur skólakerfi borgarinnar í stórauknum mæli tekið upp á sína arma stafrænar lausnir sem gera vinnuumhverfi nemenda og starfsfólks skólanna nútímalegra og betur til þess fallið að ýta undir nýsköpun, nýta tæknilausnir í námi og kennslu og auka fjölbreytni í skóla- og frístundastarfi.
- Kl. 15:55 víkur Guðrún Edda Bentsdóttir af fundinum og Soffía Vagnsdóttir tekur þar sæti.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræða um Búa, stafrænt kerfi skólaþjónustu. ÞON21100031
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræða um umbreytingaverkefni um stuðning við fjölskyldur fjöltyngdra barna. ÞON23120012
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Stafrænar lausnir gegna lykilhlutverki í að styðja við fjölmenningarlegt skólastarf í Reykjavík. Mikilvægt er að þessar lausnir verði áfram þróaðar í samtali við þann margbreytilega hóp sem fjöltyngd börn og fjölskyldur þeirra eru og byggi á þeirra forsendum. Fulltrúar meirihlutans fagna þeim verkefnum sem hér eru unnin varðandi stuðning íslenskumælandi nemenda við fjöltyngda samnemendur, aðgengi að íslenskukennslu og hagnýtan leiðarvísi fyrir foreldra um skólakerfið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræða um umbreytingaverkefnið Leikskólareiknirinn, mælaborð um biðlistatölur í leikskólum borgarinnar. ÞON22080044
- Kl. 16:47 víkja Arndís Steinþórsdóttir, Bryndís Eik Kristinsdóttir og Tindur Óli Jensson af fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræða um Stafræna grósku og Mixtúru. ÞON22090051
Helen Símonardóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 17:12 víkja Arna Ýr Sævarsdóttir og Sigurður Fjalar Sigurðarson af fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræða um innleiðingu á kennslulausnum í skólastarfi. ÞON22090051
Skóla- og frístundaráð og stafrænt ráð leggja fram svohljóðandi bókun:
Sameiginlegur fundur skóla- og frístundaráðs og stafræns ráðs lýsir áhyggjum af því hve flókið og á tíðum mótsagnakennt lagalegt umhverfi stafrænna kennslulausna er. Þó það sé vissulega mikilvægt að tryggja vernd persónuupplýsinga, þá er engu að síður mikilvægt að lagalegt umhverfi bjóði almennt upp á að hægt sé að uppfylla skilyrði þeirra. Æskilegt er að sveitarfélög þurfi ekki að leggja upp í mikla óvissuferð fyrir hvert einasta kerfi hvert í sínu lagi, áður en hægt er að taka það í notkun. Að öðrum kosti er ljóst að stafræn þróun í kennslulausnum og notkun þeirra verði mjög takmörkuð í íslensku menntakerfi. Sérstaklega varasamt er að svo virðist sem erfitt sé að fylgja samtímis lögum um grunnskóla, lögum um persónuvernd, lögum um fjarskipti og reglum Reykjavíkurborgar um auglýsingar í skólastarfi, þar sem kröfur þeirra virðast oft á tíðum stangast á hver við aðra. Skóla- og frístundaráð og stafrænt ráð skora á ráðuneyti mennta- og barnamála að skýra lagaumhverfi sveitarfélaga vegna notkunar á tæknilausnum í skólastarfi og gefa opinberum aðilum skýrari heimild til vinnslu persónuupplýsinga með tæknilausnum í þágu kennslu í skólastarfi. Ráðin hvetja ráðuneytið til þess að fela hinni nýju Miðstöð menntunar og skólaþjónustu það hlutverk að leggja mat á áhrif persónuverndar í kennslulausnum fyrir landið allt.
-
Lögð fram umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 30. nóvember 2023, um drög að stafrænni stefnu Reykjavíkurborgar ásamt drögum að stafrænni stefnu Reykjavíkurborgar, dags. 23. október 2023 og greinargerð.
Samþykkt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:15
Alexandra Briem Andrea Helgadóttir
Ásta Björg Björgvinsdóttir Björn Gíslason
Friðjón R. Friðjónsson Kristinn Jón Ólafsson
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 11. desember 2023